Saturday, March 07, 2009

Hef

upplifað margt gott og fallegt undanfarna daga og gert margt skemmtileg og fræðandi:-)
Farið á góða og skemmtilega fundi og kyrjanir, t.d. var 10 tíma kyrjun síðasta laugardag í Hátúni sem gaf mér mikin kraft og gleði;-)
Hef líka verið nokkuð dugleg að læra og skila verkefnum sem er góð tilfinning..í
Í skólanum var þemavika í síðustu viku, við blönduðum saman 1.-3.bekk, bjuggum til fimm stöðvar og tókum fyrir lönd í Evrópu. Við lærðum um Skotland, Rússland, Serbíu, Ítalíu og Svíþjóð. Krakkarnir voru mjög dugleg og áhugasöm og unnu margskonar verkefni, lærðu skoskan dans, sænskt lag og margt fleira:-)
Þetta var skemmtilegt, áhugavert og áskorun og gekk vel, ég kenndi um Serbíu og tókst bara ágætlega upp:-)

Annars gengur allt sinn vanagang, fundir, vinna, afslöppun, kyrjun, verkefni, lærdómur, heimsóknir og allt hitt, og á morgun er stór dagur hjá SGI.
Við erum að setja upp sýningu um sjálfbæra þróun á heimsvísu í Ráðhúsi Reykjavíkur sem stendur frá 8.-22. mars og opnunarhátíðin er á morgun klukkan 13:00:-)



Allir eru velkomnir og ég hvet ykkur til að kíkja ef þið hafið tíma dagana 8.-22. mars, það er opið til 19:00 á virkum dögum og 18:00 um helgar:-)
Heimasíðan fyrir þá sem vilja kynna sér sýninguna er:
http://www.simnet.is/meistarar/

já, það er nóg um að vera eins og venjulega:-)

Læt þetta nægja í bili, vona að þið séuð hamingjusöm, glöð og finnið innri frið og ró:-)
Elska ykkur og sendi hópknús og jákvæða orku út í umhverfið;-)

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda í þýðingu Láru sætu:

1.mars.
Við þurfum að fara út og blanda geði við fólk á hverjum degi. Gera nánasta samfélag okkar að undirstöðu þess sem við erum að gera, við þurfum að vefa bönd vináttu við aðra og vinna með þeim til að skapa frið. Að vera þannig tengdur í okkar eigin bæ, borg, ríki og landi er raunhæf birting á því að líf okkar eru partur af öllu öðru. Við gerum kenningarnar um að hvert augnablik innihaldi þrjú þúsund svið raunverulegar þegar við vinnum fyrir kosen-rufu.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda