Í tilefni
af ungmennadegi SGI sem er 16. mars ætlar ungmennadeild SGI á Íslandi að efna til samræðufundar í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. mars:-)
Við erum að bjóða til samræðufundar með það að marki að hvetja fólk
til þess að trúa á sína einstæðu möguleika til þess að hafa áhrif á
jákvæðar breytingar í samfélaginu.
Fundurinn er öllum opinn sem vilja eiga í einlægum samræðum, hvetja
aðra og fá hvatningu til þess að hafa bjarta sýn á framtíð lands
okkar, ásamt okkar eigin möguleikum á að lifa á skapandi og gefandi
hátt. Af gefnu tilefni viljum við benda á að fundurinn er ekki af
pólitískum eða trúarlegum toga og eru öll sjónarmið, hvort sem þau
tengjast pólitík, heimspeki og/eða trú hjartanlega velkomin.
Leiðsögn dagsins á vel við ofangreinda færslu:-)
12.mars
Sem SGI meðlimir er starf okkar, hlutverk okkar, skýrt. Við höfum það óviðjafnanlega hlutverk að vinna fyrir hamingju alls mannkyns í verkefni sem við köllum kosen-rufu. Að taka þátt í SGI starfi og skora á okkur sjálf af einlægni í leiðinni er hin mesta hamingja. Það veltur allt á því hvort við gerum okkur þetta atriði ljóst.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home