flottir
og viðburðaríkir dagar að baki;-)
í dag var árshátíð hjá 1.- 3. bekk og stóðu krakkarnir sig með prýði;-)
Atriðin voru af ýmsu tagi, söngur og leikrit, Líf í Ævintýraskógi, frumsamið bullorðalag, Landnáma og lag eftir Bubba Morthens:-)
Eftir sýninguna fengum við íspinna og horfðum á skemmtilegt og spennandi myndband sem heitir Sögurnar okkar, þar sem íslenskar þjóðsögur eru leiknar og sagðar á skemmtilegan og flottan hátt;-)
Á morgun er svo hátíð og sýning hjá 4.-5. bekk og okkur er boðið að koma og horfa á;-)
Mér líður mjög vel í vinnunni, er heppin með nemendur, foreldra og samstarfsfólk og andrúmsloftið og vinnuumhverfið er rólegt og þægilegt:-)
Eftir vinnu fór ég í Office 1 á Korputorgi og var svo heppin að finna ódýra, flotta og stóra myndaorðbók sem heitir "1000 orð fyrir káta krakka", íslensk-ensk orð, sem ég get notað í enskukennslu næsta vetur;-)
En ég hef líka gert fleira en verið í vinnunni:-)
Fór á frábæran og tilfinningaríkan umræðuhverfisfund um daginn, var í ábyrgð á góðum fræðslufundi í fyrrakvöld, kíkti í bíó, var boðið á fallega skrínlagningu og fór á fjölmenna og áhugaverða ráðstefnu um bókaormaeldi:-)
Hef verið dugleg að kyrja og hefur það haldið mér í góðum gír, eins og alltaf;-)
Framundan næstu daga er m.a. valkyrjuábyrgð á laugardagskyrjun, lærdómur, staðlota í Kennó, klipping, heimsókn til tannsa og svo páskafrí í lok næstu viku:-)
Hef ekki meira að segja í bili...
Vona að ykkur líði vel og njótið helgarinnar...
Risaknús og jákvæðir straumar til ykkar elsku vinir;-)
Sandra sæla...
Gef Ikeda orðið:
20.mars
Það geta komið tímar þar sem lífið virðist þrúgandi og leiðinlegt. Þegar okkur finnst við vera föst í einhverjum aðstæðum, þegar við erum neikvæð gagnvart öllu, þegar við erum týnd og áttavillt og ekki viss hvert við eigum að snúa okkur - á slíkum tímum verðum við að umbreyta hlutlausu hugarástandi okkar og ákveða, “ég mun halda áfram þennan veg,” “ég mun vinna áætlunarverk mitt í dag.” Þegar við gerum það mun vora í hjörtum okkar, og blómin byrja að blómstra.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home