Þvílík
gæfa að geta sest niður fyrir framan sinn eigin Gohonzon og kyrjað hvenær sem er:-)
Að kyrja fyrir hverju sem er, því sem íþyngir hverju sinni, eða sýnt þakklæti, kyrjað í gleði og sorg.
Kyrja einn eða með öðrum.
Fá útrás, grátið, öskrað, eða öðlast rósemi, orku, kraft, allt eftir því í hvernig skapi, eða ástandi maður er í hverju sinni þegar kyrjun hefst. Ég get ekki lýst þessu betur í beinum orðum, en er ævarandi þakklát fyrir að hafa kynnst þessari frábæru leið til sannrar hamingju, innri ró, og innri styrk til að takast á við hvað sem er:-)
Langar í framhaldi að koma með smá fræðslu um ávinninga af iðkun:-)
Ávinningar sem við öðlumst með því að kyrja Nam-mjóhó-renge-kjó fyrir framan Gohonzon. Árangur af iðkun okkar er sá að smátt og smátt getum við:
1. Orðið hreinlynd og hæf til að meðtaka alla þekkingu.
2. Dýpkað trú okkar á Gohonzon með því að birta góðar orsakir sem við höfum gert í fortíðinni - það þýðir að við yfirstígum allar efasemdir um að Búddhaeðlið sé innra með okkur, með því að sjá augljósa ávinninga.
3. Sýnt hæfileikann og þrána til að lina þjáningar annarra og veita þeim grundvallar hamingju.
4. Öðlast rósemi hugans og ánægju.
5. Orðið umlukin góðu fólki; vinum, fjölskyldu og fólki í þjóðfélaginu almennt.
6. Viðhaldið stöðugt fersku og leitandi hugarfari.
7. Stjórnað niðurrifstilhneigingum okkar og reiði og öðlast stillingu.
8. Frætt aðra um Búddhismann frá Búddhaeðli okkar.
9. Orðið ónæm fyrir áhrifum lægri, tímabundinna kenninga.
10. Ætíð leitað fyrst til Gohonzon, fremur en að reiða okkur á aðrar leiðir.
11. Aldrei afvegaleiðast af völdum grunnhyggni og neikvæðra áhrifa í umhverfi okkar.
3. Óljósar bænir koma fram sem augljósir ávinningar merkir að stöðug og sterk iðkun okkar styrkir okkur með því að láta í té augljósa hjálp þegar á þarf að halda. Þetta er einnig þekkt sem "vernd".
4. Óljósar bænir koma fram sem óljósir ávinningar merkir að stöðug og sterk iðkun okkar í langan tíma leiðir til þess að hvert svið lífs okkar fyllist gleði og þakklæti.
<< Home