Wednesday, July 11, 2007

Þá

er þetta allt að smella. Búin að panta far með bátnum, plana rúnt á Látrabjarg, og hringja í ömmu á Ísó. Hún verður heima þannig að ég kíki þangað í heimsókn á mánudaginn eftir ættarmótið;-)
Einnig fer ég í heimsókn til Flateyrar. Aðrir fjölskyldumeðlimir eru líka búnir að plana sína ferðaáætlun og gera viðeigandi ráðstafanir og þetta gengur allt upp og er í góðum málum:-)

Ég verð úr símasambandi meira og minna alla helgina, því það er lítið GSM samband í sveitinni. Því er ekki víst að þið náið í mig á afmælisdaginn minn, en prófið bara að hringja 1-2 dögum seinna, þá verð ég komin í samband:-)

Nú á bara eftir að kaupa tjald og svoleiðis dót, mat, skóflu, og fötu og pakka niður.
Verður nokkuð merkileg upplifun að fara í útilegu um helgina, hef ekki stundað svoleiðs lífsmáta í c.a. 10-15 ár;-)

Vil enda á flottu gullkorni um lífið úr bókinni "Þúsund kyrrðarspor"

Lífið er áskorun - taktu henni!
Lífið er söngur - syngdu hann!
Lífið er draumur - láttu hann rætast!
Lífið er leikur - leiktu þér!
Lífið er kærleikur - elskaðu!
Höf: Bhagawan Sri Sathya Sai Baba

Vona að þið njótið dagsins.
Sandra