Wednesday, July 25, 2007

Ég

elska íslenska náttúru, fjöllin, mosann, fossana, hraunið, dalina, vötnin, malarvegina, fjöruna, sjóinn, gróðurinn, sandinn;-)

Gerið þið ykkur grein fyrir því hvað við erum rík og heppin að eiga svona fallegan og ósnortinn fjársjóð?
Eftir að hafa ferðast mikið um landið undanfarna daga er ég alltaf að uppgötva þetta betur.
T.d. að keyra malarveg milli fjalls og fjöru, eða keyra með mosagrónar hraunbreiður allt í kring, það er bara stórkostlegt:-)

Að geta farið upp í bíl og keyrt eitthvað út fyrir þéttbýlið, verið ein á veginum, þurfa að treysta farartækinu og sjálfum sér við stýrið, stoppa, fara úr bílnum, setjast á hraunhellu, grasblett eða mosaklætt grjót, ekkert nema náttúran í kring, friður og ró, þvílíkt frelsi og lúxús:-)

Það má bara alls ekki skemma umhverfið og þennan dýrmæta fjársjóð með einhverjum verksmiðjum og álverum og hvað þetta heitir allt saman.

Í dag var ferðinni heitið eitthvert út í buskann.
Bara láta koma sér á óvart og lenda jafnvel í ævintýrum eða að villast pínulítið;-)
Fyrst keyrði ég Bláfjallaveg, svo til Krýsuvíkur, og á hverasvæðið þar, þaðan lá vegurinn til Þorlákshafnar og á leiðinni þangað var m.a. Strandarkirkja sem var óvænt ánægja því ég hef heyrt mikið um þá kirkju en ekki komið í hana síðan ég var lítil.
Stoppaði í Þorlákshöfn, drakk kaffibolla, skolaði af bílnum og fór svo Þrengslin til baka í steypiregni..

Endaði ferðalagið á tveim heimsóknum, fór fyrst til mömmu, kaffi og kaka í boði, og kíkti svo til afa, áfram í kaffinu og við afi fórum í kirkjugarðinn til að kíkja á leiðið hennar ömmu.
Er svo nýkomin heim eftir æðislegan dag:-)

Er að vinna í því að setja myndirnar inn á myndasíðuna:-)

Leiðsögn dagsins:
SGI President Ikeda's Daily Encouragement for July 25

Buddhism is, in a sense, an eternal struggle between the Buddha and demons; in other words, a contest between positive and negative forces. If we fail to be assailed by negative influences, we cannot be said to be truly practicing Nichiren Daishonin's Buddhism. Buddhist practice lies in bravely facing and overcoming adversity.

Heyrumst..
Sandra náttúruunnandi í sumarfríi..