Monday, July 09, 2007

Gæsahelgi

Jamm, þá var komið að því að gæsa hana Gyðu okkar..
Byrjuðum á því að fara heim til hennar, fá okkur að borða, og létum gæsina smyrja ofan í okkur:-)
Þaðan lá leiðin í magadanshúsið þar sem hópurinn lærði maga- og kjöltudans, en við hlógum svo mikið mestallan tímann að dansinn fór fyrir ofan garð og neðan:-)
Eftir þessa þrekraun tók "alvaran" við...
þ.e. vísbendinga/rat/þrautaleikurinn.
Gyða fékk vísbendingu, átti að leysa hana, finna út og segja okkur hvert við færum næst og leysa þrautir á hverjum áfangastað...
Hún stóð sig mjög vel í þessu, gat næstum leyst allt sjálf og fór eftir öllum fyrirmælum;-)
meðal þess sem hún þurfti að gera var:
þrífa bílrúður, spila golf, syngja fyrir fram hóp af ferðamönnum, þjóna okkur á kaffihúsi og vera með sýnikennslu í kynfræðslu:-)
Þegar allar þrautir voru búnar og fíflaskap lokið vorum við komnar á Laugarvatn og keyrðum upp í bústað þar sem við slökuðum á, fengum næringu í föstu og fljótandi formi og héldum talfærum í þjálfun fram á nótt:-)
Svo var farið að sofa í skýjuðu veðri og vaknað í glaða sól og steikjandi hita.
Fengum amerískar pönnukökur með smjöri og sírópi og kaffi í morgunmat, fórum í sólbað á pallinum, gengum frá og skruppum í pottinn, áður en haldið var af stað í bæinn í 26 stiga hita!
Ég fór svo beint í grillveislu þegar lent var í RVK og sátum við þar fram í kvöld í rólegheitum;-)
Jamm, skemmtileg, notaleg og frábær helgi að baki..

Enda eins og venjulega á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

8.júlí

Við þurfum að byggja okkur ákveðna undirstöðu stöðugrar og þrautseigrar viðleitni í daglegu lífi.Ef við ferðumst á þeirri braut að “trú jafngildir daglegu lífi,” mun öllum okkar bænum örugglega verða svarað. Þá getum við lifað lífum þar sem allar þrár okkar verða uppfylltar. Ef öllum okkar bænum yrði svarað án þess að við þyrftum að leggja neitt á okkur, mundum við verða löt. Ef við mundum ná öllum okkar væntingum án þess að þurfa nokkurn tíman að reyna þjáningar eða erfiðleika, mundum við ekki skilja sársauka og strit annarra, og samúð okkar mundi smá saman dvína.
Þýðandi: Lára