Friday, July 27, 2007

Hef

tekið því frekar rólega síðastliðna tvo daga.
Fór í litla bæjarferð í gær og dröslaðist svo loksins í leikfimi(í tækjasal) og endaði á því að fá mér hamborgara á Ameríska Stælnum og glápa á imbann;-)
Vinkona mín kom í kaffi í dag og spjölluðum við í c.a. 3 tíma, og kyrjuðum svo aðeins:-)
Morgundagurinn ekki alveg komin á hreint en þó búið að ákveða stelpuvídjókvöld eða annað þessháttar;-)

Harry Potter loksins komin í hús, spurning hve mikill svefn fæst í nótt:-)



Vona að þið eigi góða helgi og njótið samverustundanna við vini og fjölskyldu...
Over and out
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
28. janúar.
Öll kyrjið þið fyrir hamingju margra félaga – barna Búddha – í samfélögum ykkar. Þið styðjið þá og hvetjið og vinnið þrotlaust í þeirra þágu eins og þeir væru ykkar eigin börn. Athafnir ykkar eru sannarlega sem hinna miklu bodhisattva; lífsástand ykkar sem hinna göfugu Búddha.