Frjáls
í sveitinni í lopapeysu og gúmmískóm, sandkastalakeppni, gönguferð upp að fossi, börn, fullorðnir, hundar, hjólhýsi, 230 mannverur, harmonikkuball í hlöðunni, sundferð á Patró, malarvegir og stórbrotið landslag, varðeldur, brekkusöngur, tjaldbúar, sameiginlegt grill, Mæjorkaveður, sólbrunnin, sólbrún, börnin að busla í sjónum, kaffihús á Rauðasandi, picnik á Friðþjófstorgi, minjasafnið á Hnjóti, ættarepli, gömul kynni rifjuð upp, heimsóknir á Flateyri, karókí, kvöldkaffi, rölt á milli heimili ættingja á Ísó, keyrt upp og niður og ofan á fjöllum, Ísafjarðadjúp, eyðibýli, sumarhús, með Baldri yfir Breiðafjörð, nýjar og gamlar upplifanir.
Já þetta var frábært ferðalag í geggjuðu veðri allan tímann og ég hefði alls ekki viljað missa af þessu öllu saman.
Búin að setja inn fullt af nýjum myndum sem þið getið kíkt á:-)
Leiðsögn frá Ikeda fyrir 18. júlí í þýðingu Láru búddista:
Það er engin þörf á að leita að mikilleika, frægð eða auði af óþolinmæði. Jörðin og Sólin flýta sér ekki; þau fylgja sínum eigin leiðum á sínum eigin hraða. Ef Jörðin mundi auka hraðann og klára einn hring á þremur stundum í stað tuttugu og fjögura, mundum við vera í stórum vandræðum! Það mikilvægasta í lífinu, líka, er að finna örugga leið og feta hana í óttaleysi og trú.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home