Tuesday, July 24, 2007

Um að gera

að nota það sem eftir er af fríinu, og því var sest upp í bíl og keyrt af stað út úr bænum:-)
Fyrst farið í Hvalfjörðinn, munið þið eftir því að keyra hann áður en göngin komu?
Bara gaman og flott að keyra hann eftir öll þessi ár:-)
Svo var beygt í átt að Reykholti en ekki var farið alla leið, heldur keyrt í gegnum Svínadal og síðan í Skorradal, meðfram vatninu þangað til að vegurinn varð næstum ófær;-(
Þá var snúið við og keyrt til baka, samt ekki alla leið heldur beygt til hægri við skilti sem stóð á Reykholt, og svo áfram að skilti þar sem stóð Borgarnes. Og þaðan sem leið lá til RVK, en þó farið göngin til baka;-)
Þetta var fínasti bíltúr, tók tæplega 3 tíma og að sjálfsögðu var myndavélin með í för.
Afraksturinn má sjá á myndasíðunni:-)

Er eiginlega farin að bíða eftir Harry Potter 7, skil ekki afhverju hún er ekki komin frá Amazon;-(
man ekki hvort það var Ameríka eða Bretland..

Þangað til næst...
Farið vel með ykkur og njótið sumardaganna;-)

Langar að enda á leiðsögn frá Ikeda:
23.júlí

Ef við öðlumst lífsástand Búdda í þessu lífi, mun það ástand fylla líf okkar að eilífu. Gegnum hringrás fæðingar og dauða, á hverju lífsskeiði, erum við blessuð með góðri heilsu, auði og greind, ásamt stuðningsfullu, þægilegu umhverfi, og lifa lífum sem eru yfirfull af gæfu. Hvert okkar mun líka hafa ákveðið hlutverk og vera fædd í viðeigandi aðstæðum til að uppfylla það.