Sunday, July 22, 2007

Laugardagurinn 21.júlí

náði í Heiði rétt um hádegi, fengum okkur að borða og keyrðum svo upp í bústað í rigningu. Rættist svona vel úr veðrinu þegar við komum þangað, sólskin og hiti:-)

Tókum okkur til, renndum upp í Miðdalskirkju,(pínulítil og sæt sveitakirkja) og vorum komnar korteri fyrir athöfn. Gestirnir streymdu að, ég fékk mér sæti og Heiður stillti sér upp ásamt gítarleikarnum, bróður Gyðu. Svo kom presturinn og brúðurin, Heiður og Egill byrjuðu að spila og syngja og Gyða gekk inn ásamt pabba sínum. Athöfnin gekk vel og fljótt fyrir sig, flutningur á laginu gekk vel og Pétur prestur í Óháða söfnuðinum sló á létta strengi eins og venjulega og lét gestina m.a. syngja og hoppa:-)

Þaðan lá leiðin í veisluna sem var haldin á sveitabæ þarna nálægt þar sem foreldrar Hjartar búa.
Heppnaðist veislan, dagurinn og kvöldið mjög vel, ræðurnar ágætar, fín stemming, maturinn frábær, grillaðar nauta og lambalundir enda var Rúnar Marvins kokkur, og kakan sem Heimir bakari vinur Gyðu og Hjartar bjó til var algjört lostæti:-)
Eins og venja er á svona samkomum var slegið upp dansiballi og söng og var mikið stuð í samkomutjaldinu:-)

Tók rúmlega 80 myndir en set einungis eina þeirra hér inn. Sæt mynd okkur vinkonunum:-)



Kvöddum um 1 leytið, þar sem allir voru að fara og keyrðum upp í bústað, þreyttar, saddar og ánægðar og sofnuðum næstum um leið og við lögðumst á koddann;-)
Vöknuðum um 11, fórum í heita pottinn, fengum hádegismat og svo fór ég í bæinn rúmlega 13:00

Leiðsögn dagsins í þýðingu Láru:

21.júlí
Sönn hamingja sem endist er eingöngu og alltaf afrakstur okkar eigin sköpunar, okkar eigin visku, okkar eigin góðu gæfu. Þetta er grundvallar sannleikur. Trú er leiðin til að styrkja sköpun okkar, visku og góða gæfu,; að taka þátt í starfi SGI er góð leið til að styrkja okkur sjálf.(Ikeda)

Adios
Sandra