Fór á
frábæran, fjölmennan og góðan umræðufund í gærkvöldi.
Hitti Heiði í Kringlunni í dag til að kaupa brúðkaupsgjöfina.
Keyrum á Laugarvatn á morgun í brúðkaupið til Gyðu og Hjartar :-)
og gistum svo í bústaðum að veislu lokinni..
Fór á Harry Potter 5 í bíó áðan, skemmtileg og spennandi mynd og rifjaðist margt upp úr bókinni, en vantar þó nokkuð inní.
Fæ svo væntanlega síðustu bókina um Harry um helgina, pantaði hana frá Amazon snemma í sumar, eins og ég hef alltaf gert.
Hefði samt verið stemming að kaupa hana hér heima, síðasta bókin og svona, en ég var pínu fljótfær eins og alltaf þegar ég sá hana í forsölu á Amazon, miklu ódýrari en svo er spurning um það þegar sendingarkostnaður og tollur bætist við;-/
en svona er þetta, gamall vani;-)
Bætti við nokkrum myndum í viðbót á myndasíðuna..
Óska ykkur góðrar helgar og verið góð hvert við annað:-)
Knús á línuna;-)
Sandra
Leiðsögn frá Ikeda:
21. janúar
Mannkyni nútímans skortir von og hugsjón fyrir framtíðina. Það er einmitt af þessari ástæðu sem Bodhisattvar Jarðar hafa birst. Ef þið væruð ekki hér, myndi framtíð mannkyns vera dökk og andleg hnignun óhjákvæmilega framundan. Þessi er ástæða þess að þið hafið fæðst á þessu tímaskeiði og gegnið virku hlutverki í þjóðfélaginu. Þetta er merking orðsins jiyu, eða 'spretta upp af jörðinni.' Sem afleiðing af þessu, mun hvert og eitt ykkar vissulega öðlast hamingju. Verið þess fullviss að þið munuð lifa æviskeið yfirfullt af góðri gæfu um hinar þrjár tilvistir fortíðar, nútíðar og framtíðar.
<< Home