Nú
er ferðaspenningurinn að koma yfir mig.
Er að herða mig upp í að pakka og taka saman dótið..
Keypti tjald, skóflur, gúmmítúttur og fleira útilegulegt dót í dag:-)
Svo verður lagt í hann í nótt;-0
Er ekki örugglega spáð sól og þurrki um helgina;-)
Minni ykkur á kertasíðuna..
Óska ykkur góðrar og notalegrar helgar..
Sandra sveitó;-)
..Leiðsögn frá Ikeda í þýðingu Láru.
5.júlí
Hvaða merkingu hefur það fyrir okkur að öðlast Búddatign? Það þýðir ekki að einn daginn breytumst við í Búdda eða verðum uppljómuð eins og fyrir töfra. Það má eiginlega segja að það að öðlast Búddatign þýði að við höfum örugglega farið inn á veg, eða braut, Búddatignar sem er innbyggður í alheiminn. Frekar en að það sé endastöð þar sem við komum og verðum svo þar, það að öðlast uppljómun þýðir að öðlast trú, trúnna sem þarf til að halda áfram á vegi algjörrar hamingju, takmarkalaust og án enda.
<< Home