Monday, July 27, 2009

fjölbreyttir

dagar að baki:-)

Vinkona mín kom í heimsókn í hádeginu á föstudaginn og við skiptumst m.a. á afmælispökkum og spjölluðum heilmikið:-)
Takk aftur Kristín mín fyrir heimsóknina og pakkann:-)

Eftir kaffi/kóksopa og gott spjall kvaddi Krístín, ég náði í mömmu og við fórum að mótmæla Icesave á Austurvelli, sátum í rúmlega klukkutíma, börðum á lok, sóluðum okkur og fylgdumst með mannlífinu:-)
Síðan keyrði ég mömmu heim, skrapp svo heim, skipti um föt og fór í ræktina:-)
Kom heim, fór í sturtu og sofnaði aðeins í sófanum:-)
Kvöldið fór svo í sjónvarpsgláp og tölvuhangs:-)

Laugardagurinn var fjölbreyttur. Vaknaði snemma og fór í 90 mínútna hotyogatíma:-)
Eftir gufu og sturtu fór ég í Kópavog til að horfa á Jóa bróður keppa í bekkpressu:-)
Mótið gekk vel, Jói lyfti 135 kg og varð Kópavogsmeistari í bekkpressu í sínum þyngdarflokki:-)
Glæsilegur árangur hjá þér Jói minn:-)

Það var líka dálítið fyndið að það var verið að steggja einn af keppendunum og var keppnin liður í steggjadagskránni:-)
En steggnum gekk vel og hann vann meira að segja medalíu:-)
Eftir mótið hélt ég heim á leið, kom við í matarbúð, hvíldi mig svo í sófanum, hringdi í vinkonur og tók því rólega um kvöldið:-)

Í gær var rólegur dagur, dundaði í tölvunni, talaði í símann, kyrjaði, þvoði þvott og margt fleira:-)
Fór svo í tvær heimsóknir í gærkvöldi:-)

Í kvöld er svo stefnt á að fara á Harry Potter með fjölskyldunni:-)

Óska öllum góðrar og skemmtilegrar viku;-)
Stubbaknús...
Sandra

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:

27.júlí

Búddismi finnst í veruleika samfélagsins og í daglegu lífi. Vegna þess að búddismi er á engan hátt aðskilin frá þessum veruleika, verðum við að leggja okkur fram með framkomu okkar að vera sem bestar fyrirmyndir fyrir aðra.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, July 24, 2009

Hér

er hluti af færslu sem ég skrifaði fyrir um 2 árum og tengist þakklæti til landsins okkar:-)
Vil setja þessi skrif aftur hér inn því þessi djúpa þakklætistilfinning mín til Íslands hefur ekkert breyst:-)

Svona er færslan frá 25 júlí 2007:


Ég elska íslenska náttúru, fjöllin, mosann, fossana, hraunið, dalina, vötnin, malarvegina, fjöruna, sjóinn, gróðurinn, sandinn;-)

Gerið þið ykkur grein fyrir því hvað við erum rík og heppin að eiga svona fallegan og ósnortinn fjársjóð?

Eftir að hafa ferðast mikið um landið undanfarna daga er ég alltaf að uppgötva þetta betur.
T.d. að keyra malarveg milli fjalls og fjöru, eða keyra með mosagrónar hraunbreiður allt í kring, það er bara stórkostlegt:-)

Að geta farið upp í bíl og keyrt eitthvað út fyrir þéttbýlið, verið ein á veginum, þurfa að treysta farartækinu og sjálfum sér við stýrið, stoppa, fara úr bílnum, setjast á hraunhellu, grasblett eða mosaklætt grjót, ekkert nema náttúran í kring, friður og ró, þvílíkt frelsi og lúxús:-)

Það má bara alls ekki skemma umhverfið og þennan dýrmæta fjársjóð með einhverjum verksmiðjum og álverum og hvað þetta heitir allt saman.

Heyrumst..
Sandra náttúruunnandi í sumarfríi..

Góðan

og gleðilegan sólardag:-)
Héðan er allt gott að frétta.
Dagarnir renna stundum saman og man ég stundum varla hvað ég hef haft fyrir stafni, en ætla samt að reyna að rifja upp vikuna:-)
Það er nefnilega gott og gaman að halda svona dagbók og þegar frá líður er hægt að fletta hér upp og skoða hvað hefur á dagana drifið:-)

Á mánudaginn var ég að dunda í þvottastússi, tiltekt og myndavinnu, og slaka á eftir frábæra og góða Vestfjarðaferð:-)

Á þriðjudeginum fór ég í hádeginu í þrek og þolleikfimitíma í Laugum, þar sem við vorum að lyfta handlóðum, stöngum, teygja og nota palla:-)
Eftir leikfimi og gufu náði ég í mömmu og við fórum á kaffihús og miðbæjarrölt:-)
Kvöldinu var svo varið í sjónvarpsgláp og rólegheit..

Á miðvikudaginn fór ég í ræktina í Mosó og tók góða törn á skíðabrettinu:-)
Fór svo í útréttingar og fleira eftir það....

Í gær byrjaði ég daginn á að fara í sund í Mosó:-)
Fór svo heim, dundaði eitthvað og fór svo seinnipartinn í hotjóga í Laugum:-)
Eftir jóga og gufu fékk ég mér að borða, náði svo í vinkonu mína og við fórum á notalegan og skemmtilegan búddistafund:-)

Dagurinn í dag er ekki alveg planaður, reikna með að fara í sund eða leikfimi, og er svo að hugsa um að kíkja á mótmælin við Alþingishúsið:-)

Ekki er mikið planað um helgina, en stefnt er á að fara á Harry Potter um helgina og svo er Jói bróðir að keppa í lyftingum á sunnudaginn og ætla ég að reyna að kíkja þangað:-)

Jamm, það er gott að vera í sumarfríi, geta farið hvert sem maður vill, hvenær sem er og njóta sumarsins og sólarinnar:-)

Vona að ykkur líði vel:-)
Hafið það sem best um helgina og gangið hægt um gleðinnar dyr;-)

Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra sumardama..

Leiðsögn dagins:
23.júlí

Ef við öðlumst lífsástand Búdda í þessu lífi, mun það ástand fylla líf okkar að eilífu. Gegnum hringrás fæðingar og dauða, á hverju lífsskeiði, erum við blessuð með góðri heilsu, auði og greind, ásamt stuðningsfullu, þægilegu umhverfi, og lifa lífum sem eru yfirfull af gæfu. Hvert okkar mun líka hafa ákveðið hlutverk og vera fædd í viðeigandi aðstæðum til að uppfylla það.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, July 21, 2009

Leiðsögn um æskuna

19.júlí

Æskan er sannarlega undursamlegt fyrirbæri. Því er nú samt verr að þetta kunnum við oft ekki að meta meðan við erum ung. Lífið rennur hratt hjá. Áður en við vitum af erum við orðin gömul. Það er þess vegna sem við ættum meðan við erum ung að vera eins athafnasöm og við mögulega getum. Frekar en að lifa lífi sem skilur ekki eftir minningar ættum við að lifa lífi sem er stútfullt af minningum - baráttum sem við tókumst á við og dásamlega fjölbreyttar reynslur. Að skilja ekki eftir neina sögu, að eldast bara og deyja, er sorgleg leið til að lifa.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

1951: ungra kvenna deild stofnuð

Monday, July 20, 2009

Fórum

í skemmtilega, flotta og fjölbreytta Vestfjarðarferð um helgina:-)
Lögðum af stað seinnipart föstudags, keyrðum í gegnum Borgarnes, fórum Bröttubrekku, framhjá Bjarkarlundi og héldum áfram sem leið lá til Austur- Barðastrandasýslu, kíktum á Gíslahelli Súrssonar, enduðum svo á tjaldsvæðinu í Litluhlíð eftir miðnætti, skelltum upp tjöldum og fengum okkur nætursnarl:-)
Gistum þar um nóttina, tökum saman dótið, borðuðum morgunhressingu og kíktum svo í kaffi til afa þar sem Jói og Lára prófuðu fjórhjólið;-)

Eftir gott kaffi, heimsókn í sumarbústaðinn Kringuna og spjall lögðum við af stað, fórum yfir Kleifaheiði og keyrðum á Látrabjarg. Við stoppuðum góðan tíma þar, löbbuðum um, skoðum fugla og náttúrufegurðina, fengum okkur snarl og slökuðum á:-)
Þaðan lá leiðin í Látravík, þar sem 350 kílógramma steinninn Brynjólfstak fékk kollsteypu nokkrum sinnum og svo var haldið áfram á Rauðasand:-)
Þar láum við í sólbaði og fylgdumst með fjölda fólks vaða í sjónum..

Eftir sólbað var keyrt á Patró þar sem var tekið bensín, kaffi og klósettstopp og þaðan lá leiðin á Suðurfirðina, inn í Arnarfjörð og í einum af innfjörðum hans sem heitir Reykjafjörður fundum við þetta fína ókeypis tjaldsvæði með dásamlegum náttúrulegum heitapotti, sundlaug og illa viðhöldnum karmi:-)
Gaman er að geta þess að langamma er fædd og uppalin í bænum Hvestu sem er einmitt á þessum stað:-)
Nú jæja, við drifum upp tjöldin, fórum í hlýja og góða pottinn og í framhaldi gerði karlpeningurinn sér lítið fyrir og fór í sjósund:-)
Eftir það var kíkt í sundlaugina og skolað af sér..
Að þvotti loknum var tekið til við að græja matinn og grilla..
Fyrir svefninn fór ég aftur í pottinn til að ná hlýju í kroppinn fyrir nóttina, þar sem mér hafði verið frekar kalt í tjaldinu nóttina áður;-)

Morguninn eftir var tekið saman og borðað morgunmat og áfram hélt leiðin um Arnarfjörð, yfir Dynjandisheiði og yfir á Hrafnseyri til að skoða gamla bæinn, fá kaffisopa og meðlæti og teygja úr okkur.

Þaðan lá leiðin yfir í Lokinhamra, mjög falleg leið, mikilfenglegt landslag og seinfarin vegur á köflum sem liggur m.a. annars í gegnum Stapaklett og fjöru. Því verður að sæta sjávarföllum til að komast í Lokinhamra:-)
Stopuðum til að skoða bæinn Lokinhamra sem er orðin að rústum og bæinn Aðalból sem er verið að gera upp núna.
Á leiðinni keyrðum við framhjá hópi hlaupara sem voru að taka þátt í Vesturgötuhlaupi:-)
Á leiðinni stoppuðum við hjá Svalvogum, hvíldum lúin bein og nærðum maga og munn:-)
Síðan komum við niður hjá Sveineyri, keyrðum áfram til Þingeyrar og skoðuðum víkingaþorpið:-)

Að lokum fórum við til Flateyrar, komum við í kirkjugarðinum til að skoða leiðið hennar Mæju ömmu og fórum svo í heimsókn og matarboð til vinafólks:-)
Eftir matinn fórum við í stutta gönguferð um Flateyri og svo var keyrt í bæinn, gegnum Djúpið, yfir Hestakleif, svo yfir Steingrímsfjarðarheiði, þaðan yfir á Þorskafjarðarheiði, framhjá Laugum í Sælingsdal, yfir Bröttubrekku, gegnum Borgarnes og Hvalfjarðargöngin og þá vorum við komin hringinn:-)
Við fórum allan þennan stóra hring á 56 tímum:-)

Frábær, viðburðarík og góð ferð, ný og gömul upplifun, margt nýtt og gamalt að sjá, lærði mikið um útlegulífsmáta og það var gott og fallegt veður mestallan tímann:-)
Allar myndirnar rúmlega 250 talsins má sjá í tímaröð í myndasafninu hér til hliðar:-)

ENDIR

Tuesday, July 14, 2009

Elsku

vinir og vandamenn:-)
Vil þakka kærlega fyrir mig á þessum fallega og góða afmælisdegi:-)
Takk fyrir skilaboðin, kveðjurnar, símtölin, heimsóknir, samveru, spjall og gjafir:-)
Fékk konfekt, blóm, bækur, heyrnartól, snyrtivörur og minniskort í myndavélina mína:-)
Hér var fullt hús af ættingjum og vinum á öllum aldri:-)
Myndir frá deginum má finna í myndasafninu hér til hliðar á síðunni:-)
Ég vil líka óska öllum afmælisbörnum dagsins til hamingju:-)
Kær kveðja
Sandra afmælisbarn

Leiðsögn dagsins:

14.júlí

Ríkisstjórnir koma og fara, efnahagsmál rísa og falla og þjóðfélagið er háð sífelldum breytingum. Einungis sú góða gæfa sem við höfum safnað saman í lífum okkar endist að eilífu. Hinir sönnu sigurvegarar eru þeir sem rækta Búddaeðlið meirihluta lífs síns, og ná árangri bæði í þjóðfélaginu og einkalífinu með sannri trú og sönnum lífsmáta.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, July 10, 2009

góður

dagur í dag.
Vaknaði snemma, kíkti út um gluggann, sá sól og sumar, fór í sturtu, klæddi mig og dreif mig út:-)
Hef reynt að fara a.m.k. einu sinni á sumri upp á Esju og sá að nú var tækifærið, gott veður og allur dagurinn framundan svo Esjuganga varð fyrir valinu:-)
Skoraði á sjálfa mig og fór lengra í dag heldur en ég hef gert áður:-)
Hélt áfram upp, manaði mig að fara alla leið upp að Steini og varð glöð og stolt af mér þegar þangað var komið:-)
Myndasýningu má sjá á myndasíðunni hér til hliðar:-)

Þegar ég geng á Esjuna fer ég varlega, bæði á uppleið og niðurleið, t.d. þarf að feta sig á milli steina eða passa sig að renna ekki í lausamöl, auk þess sem ég stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni og því tók ferðin upp og niður um 3 tíma, en var alveg þess virði:-)
Ég var alveg búin á því þegar ég kom niður, þreytt, sveitt og sólbrennd, kom við á KFC, fékk mér að borða og lagðist svo upp í sófa þegar heim var komið:-)

Hef fengið góðar og jákvæðar fréttir af vinum og fjölskyldu undanfarna daga og óska ég ykkur öllum velfarnaðar og stórra sigra á öllum sviðum lífsins:-)

Við fjölskyldan erum búin að plana smá ferðalag um Vestfirði næstu helgi, gaman að því og gott að komast aðeins út úr bænum:-)

Nóg í bili frá mér.
Njótið sumarsins, farið varlega í umferðinni og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
Sandra sólbrennda...

Leiðsögn dagsins:

10.júlí

Beethoven er kallaður snillingur. En við þurfum að muna að snilld hans var afrakstur ótrúlegs erfiðis. Þegar allt kemur til alls, er þetta mikil vinna, þolinmæðis-vinna. Þú getur ekki orðið manneskja af bestu gerð ef þú hefur kæruleysislegt og léttúðugt viðmót til lífsins, ef þú heldur að allt gerist bara af sjálfu sér. Þessvegna voru einkunnarorð Beethoven’s “minnst ein lína á dag.” Og það brást ekki að á hverjum degi skrifaði hann músík. Hann lét ekki einu sinni einn dag líða án þess að vinna eitthvað. Að halda áfram daglega- þetta er eins og iðkun okkar á gongyo. Að halda linnulaust áfram, hvern dag, er uppspretta stórkostlegs styrks.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, July 08, 2009

þessa

viku hef ég farið í nokkrar heimsóknir og verið í samskiptum við vinir og kunninga :-)
Á mánudaginn fór ég í hádegisheimsókn til vinkonu minnar, mikið spjallað og hlustað:-)
seinnipartinn á mánudaginn fór ég á sjálfvarnarnámskeiðið, þaðan niður á Laugaveg, labbaði um og fékk mér að borða á veitingastaðnum Á næstu grösum, og að lokum lá leiðin upp í Grafarvog þar sem ég hitti stelpurnar sem ég útskrifaðist með úr Ármúlaskóla forðum daga:-)

Í gær var ég róleg framan af degi, fór í sund, horfði á minngarathöfn um Michael Jackson og fór svo í bíó með vinkonum mínum, Heiði og Guðrúnu:-)
Eftir bíóferðina var einhver óróleiki og sumarfílingur í mér, svo ég skrapp heim, náði í myndavélina og keyrði svo af stað út í náttúruna:-)

Fór að Mógilsá, tók nokkrar myndir, hélt svo áfram út á Kjalarnes, skoðaði Grundarhverfi og fleiri staði, tók myndir og keyrði svo út í Hvalfjörð, fór ekki langt þar, tók myndir og sneri svo við heim á leið:-)
Myndirnar má sjá í myndasafninu mínu hér til vinstri á síðunni:-)

Í dag fer á ég á sjálfvarnarnámskeiðið kl. 17:00 og í framhaldi er búddistafundur kl. 20:00:-)
Svo er framhaldið á vikunni óráðið, fyrir utan sjálfvarnarnámskeiðið á föstudaginn og búddistafund annaðkvöld:-)

Sendi knús og kossa og góða orku til ykkar yndislegu vinir:-)
Over and out
Sandra

Leiðsögn dagsins:
8.júlí

Við þurfum að byggja okkur ákveðna undirstöðu stöðugrar og þrautseigrar viðleitni í daglegu lífi. Ef við ferðumst á þeirri braut að “trú jafngildir daglegu lífi,” mun öllum okkar bænum örugglega verða svarað. Þá getum við lifað lífum þar sem allar þrár okkar verða uppfylltar. Ef öllum okkar bænum yrði svarað án þess að við þyrftum að leggja neitt á okkur, mundum við verða löt. Ef við mundum ná öllum okkar væntingum án þess að þurfa nokkurn tíman að reyna þjáningar eða erfiðleika, mundum við ekki skilja sársauka og strit annarra, og samúð okkar mundi smá saman dvína.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, July 07, 2009

FRÁ DEGI TIL DAGS

7.júlí

Mikilvægt er að hafa visku, seiglu og sjálfstjáningu, ásamt sterkum lífskrafti sem gerir þessa hluti mögulega. Búddismi er einbeittur ásetningur til að sigra. Þetta er það sem Nichiren kennir. Þess vegna verður búddisti ekki sigraður. Ég vona að þið munið í starfi ykkar og daglegu lífi að viðhalda árvökulum og sigursælum anda, vera kjarkmikil í gjörðum ykkar og sýna sigursæl raunverulega sönnun aftur og aftur.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Aðeins

meira frá 2002.

30. júlí 2002.

Líður vel núna. Klukkan er um miðnætti. Þriðjudagur. Voða kósý með veggljós og ilmkerti. Sit við borðstofuborðið og er umkringd af skólabókum. Gengur ok með lesturinn. Er samt að bíða eftir glósum frá kennaranum.

Ég er í fríi á morgun. Vinn svo törn. Vinna um helgina og næstu viku. Gott að hala inn pening. Verð á 90% álagi 5. ágúst.
Útborgað á morgun eða hinn, spennó að sjá launaseðil. Svo er skatturinn að koma. Gaman að sjá það. Fór í klippingu í dag og með fötin í hreinsun. Þreif og lærði.

Ég keypti símann um daginn. Nokia 5210, kostaði 30.000 með töskunni. Notaði gjafabréfið. Þetta er sniðugt.
Annars allt rólegt. Lítið að gera í vinnunni. Í gær voru 4 starfsmenn á 2 íbúa.

Gaman að byrja í skólanum. Ekkert nema saga, íslenska og siðfræði. Engin stærðfræði nema ég klúðri þessu aftur!
Nenni ekki að gera nýja heimasíðu svo ég skal drullast til að ná þessu. Annars er samviskubitið að pirra mig þessa dagana vegna lærdómsskorts.
Þetta líður svo hratt. Það er bara komin ágúst.
Skólinn byrjar 2. eða 3. sept.
Er að vinna helgina 31. ágúst/1. sept. Allt í góðu með það.
More money. Go on mit stæ.

Sunday, July 05, 2009

5.júlí

5.júlí

Hvaða merkingu hefur það fyrir okkur að öðlast búddatign? Það þýðir ekki að einn daginn breytumst við í búdda eða verðum uppljómuð eins og fyrir töfra. Það má eiginlega segja að það að öðlast búddatign þýði að við höfum örugglega farið inn á veg, eða braut, búddatignar sem er innbyggður í alheiminn. Frekar en að það sé endastöð þar sem við komum og verðum svo þar, það að öðlast uppljómun þýðir að öðlast trú, trúnna sem þarf til að halda áfram á vegi algjörrar hamingju, takmarkalaust og án enda.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, July 03, 2009

gamalt textabrot

Lífsljóð

Hver ert þú og hver er ég?
Ég er ég og þú ert þú.
Vil ég vera þú og vilt þú vera ég?
Nei það held ég ekki.
Eða hvað?
En eitt eigum við sameiginlegt.
Við lifum.

Hvað er líf og hvaðan kom það?
Líf er líf hvernig sem það er.
Það snýst hring eftir hring, kynslóð eftir kynslóð og er óstöðvandi.
Hvernig er lífið?

Gengur þú í gegnum lífið með pókerandlit og dofa í sálinni, eða
ertu þú sjálfur og lifir lífinu lifandi?

Hvernig tökumst við á við tilfinningar, breytingar, atvik, viðburði, mannleg samskipti og daglegt líf?
Brotnum við niður eða notum það til að styrkja og næra sálina?
Kanntu að taka hrósi og jákvæðni samferðamanna í þinn garð?
Hvað þá með gagnrýni og neikvæðni?

Hver dagur er lærdómsríkur og allt lífið erum við að læra.
Árin líða fljótt, en maður þroskast og styrkist með hverju ári.

Þetta ljóð varð til 19. mars 2005

Yndislegur

dagur í dag, sól, logn og hiti:-)

Fór á Transformers 2 um daginn, skemmtileg mynd en frekar löng, mæli samt með henni:-)
Stefni á að fara á myndina Hangover með vinkonum mínum í næstu viku, bara alltaf í bíó:-)

Stór helgi framundan hjá SGI, leiðtoganámskeið á morgun þar sem gestir frá Japan verða með okkur og svo er Kosen-rufu gongyo á sunnudaginn þar sem einn eða fleiri meðlimir eru að taka við Gohonzon:-)
Vil ég óska Helgu Margréti hjartanlega til hamingju með Gohonzon sem hún fær á sunnudaginn:-)

Hvað hef nú verið að dunda?
ýmislegt s.s. kyrjað, sofið út, farið í leikfimi, saumaklúbb, dansiball, fundi, heimsóknir, bíó og á mótmæli á Austuvelli þar sem ég bæði sló í gong af miklum móð og á pottlokið:-)

Jamm, það er nú dámsamlegt að vera í sumarfríi:-)

Kveð í bili..
Sendi knús og kossa og jákvæða orku...
Nam-hjó-hó-renge-kjó..

Leiðsögn dagsins:

3.júlí

Þeir sem eiga sér leiðbeinanda (fyrirmynd) í lífinu eru sannarlega gæfusamir. Að fylgja vegi leiðbeinanda og nemanda leiðir til persónulegs þroska og vaxtar. Hinir sem hafa ekki leiðbeinanda geta litið út fyrir að vera frjálsir og óháðir nokkrum, en án staðfasts viðmiðs eða fyrirmyndar til að byggja á munu líf þeirra vera stefnulaus og reikandi.


Dagur meistara og lærisveins

1945: Josei Toda sleppt úr Toyotama fangelsi

1957: Daisaku Ikeda handtekin í Osaka undir fölskum ákærum


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Thursday, July 02, 2009

Leiðsögn

29.júní

Hið mikilvæga er að sækja fram af skynsemi og leggja á sig erfiði til að vera sigurvegari á hverju augnabliki, nákvæmlega þar sem þú ert; að byrja eitthvað hér og nú í staðinn fyrir að kvarta og hafa áhyggjur af öllu sem gerist. Það er upphafið að því að umbreyta lífum okkar.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Wednesday, July 01, 2009

Brúðkaup í vændum



Jónas 92 ára og Magga 89 ára búa á Grund og eru upp með sér að hafa ákveðið
að gifta sig Þau fara í smá gönguferð til að ræða brúðkaupið og á leiðinni
fara þau fram hjá Apóteki Austurbæjar. Jónas stingur upp á því að þau kíki
þar inn, sem þau og gera.

Jónas heilsar manninum við afgreiðsluborðið og spyr hann hvort hann sé
eigandinn. Maðurinn segir svo vera.

Jónas: Við erum að fara að gifta okkur. Selurðu nokkuð hjartalyf?
Apótekari: Að sjálfsögðu
Jónas: Hvað með blóðrásarlyf?
Apótekari: Allar tegundir
Jónas: Hægðalosandi?
Apótekari: Auðvitað
Jónas: Þarmaflóruleiðréttandi?
Apótekari: allar gerðir
Jónas: Lyf gegn minnistapi, elliglöpum og Alzheimer?
Apótekari: Mesta úrvalið í bænum!
Jónas: Hvað með vítamín, svefntöflur, tannlím og lyf sem slá á Parkinson?
Apótekari: Jú, vissulega, allt af þessu... þetta er nú apótek.
Jónas: Lyf við brjóstsviða, bakflæði, þvagleka og saurleka?
Apótekari: Jú, allt við þessu
Jónas: En hjólastóla, hækjur, stafi, göngugrindur og svoleiðis?
Apótekari: Jú, allar stærðir og kraftmestu tækin.
Jónas: Fullorðins bleyjur?
Apótekari: Jamm
Jónas: Heyrðu, þá ætlum við að vera með gjafalistann okkar hjá þér...

Meira frá 2002:-)

5.júní 2002

Eitthvað að frétta? Sitt lítið af hverju.
Baðið er að verða tilbúið og þá kemst maður í sturtu, án þess að fara í sundlaugina. Hvílíkur lúxus. Fór í sund og sturtu í gær. Ætlaði að hjóla en þá var sprungið á hjólinu. Labbaði út í Laugardagslaug en hún var lokuð. Sem betur fer var ég með smá pening og tók strætó niður á Hlemm. Fór í Sundhöllina í steikjandi hita og brann smá. Þetta var yndislegt. Svo fékk ég mér ís á Laugaveginum og fór heim.
Nú ég er búin að sækja um atvinnuleysisbætur, gerði það 31. maí. Fer á fund 10. júní og þarf að gera leitaráætlun og eitthvað, blabla..
Er enn að bíða eftir einkunn í stærðfræði og þarf að fara að koma mér í stuð til að læra hina óspennandi stærðfræði. Próf í lok ágúst.
Hvað fleira? Hef ekki verið nógu dugleg að leita mér að vinnu, m.a. vegna sturtuleysis. Verð dugleg í næstu viku.