Wednesday, July 08, 2009

þessa

viku hef ég farið í nokkrar heimsóknir og verið í samskiptum við vinir og kunninga :-)
Á mánudaginn fór ég í hádegisheimsókn til vinkonu minnar, mikið spjallað og hlustað:-)
seinnipartinn á mánudaginn fór ég á sjálfvarnarnámskeiðið, þaðan niður á Laugaveg, labbaði um og fékk mér að borða á veitingastaðnum Á næstu grösum, og að lokum lá leiðin upp í Grafarvog þar sem ég hitti stelpurnar sem ég útskrifaðist með úr Ármúlaskóla forðum daga:-)

Í gær var ég róleg framan af degi, fór í sund, horfði á minngarathöfn um Michael Jackson og fór svo í bíó með vinkonum mínum, Heiði og Guðrúnu:-)
Eftir bíóferðina var einhver óróleiki og sumarfílingur í mér, svo ég skrapp heim, náði í myndavélina og keyrði svo af stað út í náttúruna:-)

Fór að Mógilsá, tók nokkrar myndir, hélt svo áfram út á Kjalarnes, skoðaði Grundarhverfi og fleiri staði, tók myndir og keyrði svo út í Hvalfjörð, fór ekki langt þar, tók myndir og sneri svo við heim á leið:-)
Myndirnar má sjá í myndasafninu mínu hér til vinstri á síðunni:-)

Í dag fer á ég á sjálfvarnarnámskeiðið kl. 17:00 og í framhaldi er búddistafundur kl. 20:00:-)
Svo er framhaldið á vikunni óráðið, fyrir utan sjálfvarnarnámskeiðið á föstudaginn og búddistafund annaðkvöld:-)

Sendi knús og kossa og góða orku til ykkar yndislegu vinir:-)
Over and out
Sandra

Leiðsögn dagsins:
8.júlí

Við þurfum að byggja okkur ákveðna undirstöðu stöðugrar og þrautseigrar viðleitni í daglegu lífi. Ef við ferðumst á þeirri braut að “trú jafngildir daglegu lífi,” mun öllum okkar bænum örugglega verða svarað. Þá getum við lifað lífum þar sem allar þrár okkar verða uppfylltar. Ef öllum okkar bænum yrði svarað án þess að við þyrftum að leggja neitt á okkur, mundum við verða löt. Ef við mundum ná öllum okkar væntingum án þess að þurfa nokkurn tíman að reyna þjáningar eða erfiðleika, mundum við ekki skilja sársauka og strit annarra, og samúð okkar mundi smá saman dvína.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda