Friday, July 03, 2009

gamalt textabrot

Lífsljóð

Hver ert þú og hver er ég?
Ég er ég og þú ert þú.
Vil ég vera þú og vilt þú vera ég?
Nei það held ég ekki.
Eða hvað?
En eitt eigum við sameiginlegt.
Við lifum.

Hvað er líf og hvaðan kom það?
Líf er líf hvernig sem það er.
Það snýst hring eftir hring, kynslóð eftir kynslóð og er óstöðvandi.
Hvernig er lífið?

Gengur þú í gegnum lífið með pókerandlit og dofa í sálinni, eða
ertu þú sjálfur og lifir lífinu lifandi?

Hvernig tökumst við á við tilfinningar, breytingar, atvik, viðburði, mannleg samskipti og daglegt líf?
Brotnum við niður eða notum það til að styrkja og næra sálina?
Kanntu að taka hrósi og jákvæðni samferðamanna í þinn garð?
Hvað þá með gagnrýni og neikvæðni?

Hver dagur er lærdómsríkur og allt lífið erum við að læra.
Árin líða fljótt, en maður þroskast og styrkist með hverju ári.

Þetta ljóð varð til 19. mars 2005