Friday, July 24, 2009

Hér

er hluti af færslu sem ég skrifaði fyrir um 2 árum og tengist þakklæti til landsins okkar:-)
Vil setja þessi skrif aftur hér inn því þessi djúpa þakklætistilfinning mín til Íslands hefur ekkert breyst:-)

Svona er færslan frá 25 júlí 2007:


Ég elska íslenska náttúru, fjöllin, mosann, fossana, hraunið, dalina, vötnin, malarvegina, fjöruna, sjóinn, gróðurinn, sandinn;-)

Gerið þið ykkur grein fyrir því hvað við erum rík og heppin að eiga svona fallegan og ósnortinn fjársjóð?

Eftir að hafa ferðast mikið um landið undanfarna daga er ég alltaf að uppgötva þetta betur.
T.d. að keyra malarveg milli fjalls og fjöru, eða keyra með mosagrónar hraunbreiður allt í kring, það er bara stórkostlegt:-)

Að geta farið upp í bíl og keyrt eitthvað út fyrir þéttbýlið, verið ein á veginum, þurfa að treysta farartækinu og sjálfum sér við stýrið, stoppa, fara úr bílnum, setjast á hraunhellu, grasblett eða mosaklætt grjót, ekkert nema náttúran í kring, friður og ró, þvílíkt frelsi og lúxús:-)

Það má bara alls ekki skemma umhverfið og þennan dýrmæta fjársjóð með einhverjum verksmiðjum og álverum og hvað þetta heitir allt saman.

Heyrumst..
Sandra náttúruunnandi í sumarfríi..