Tuesday, July 21, 2009

Leiðsögn um æskuna

19.júlí

Æskan er sannarlega undursamlegt fyrirbæri. Því er nú samt verr að þetta kunnum við oft ekki að meta meðan við erum ung. Lífið rennur hratt hjá. Áður en við vitum af erum við orðin gömul. Það er þess vegna sem við ættum meðan við erum ung að vera eins athafnasöm og við mögulega getum. Frekar en að lifa lífi sem skilur ekki eftir minningar ættum við að lifa lífi sem er stútfullt af minningum - baráttum sem við tókumst á við og dásamlega fjölbreyttar reynslur. Að skilja ekki eftir neina sögu, að eldast bara og deyja, er sorgleg leið til að lifa.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

1951: ungra kvenna deild stofnuð