Meira frá 2002:-)
5.júní 2002
Eitthvað að frétta? Sitt lítið af hverju.
Baðið er að verða tilbúið og þá kemst maður í sturtu, án þess að fara í sundlaugina. Hvílíkur lúxus. Fór í sund og sturtu í gær. Ætlaði að hjóla en þá var sprungið á hjólinu. Labbaði út í Laugardagslaug en hún var lokuð. Sem betur fer var ég með smá pening og tók strætó niður á Hlemm. Fór í Sundhöllina í steikjandi hita og brann smá. Þetta var yndislegt. Svo fékk ég mér ís á Laugaveginum og fór heim.
Nú ég er búin að sækja um atvinnuleysisbætur, gerði það 31. maí. Fer á fund 10. júní og þarf að gera leitaráætlun og eitthvað, blabla..
Er enn að bíða eftir einkunn í stærðfræði og þarf að fara að koma mér í stuð til að læra hina óspennandi stærðfræði. Próf í lok ágúst.
Hvað fleira? Hef ekki verið nógu dugleg að leita mér að vinnu, m.a. vegna sturtuleysis. Verð dugleg í næstu viku.
<< Home