Tuesday, July 07, 2009

Aðeins

meira frá 2002.

30. júlí 2002.

Líður vel núna. Klukkan er um miðnætti. Þriðjudagur. Voða kósý með veggljós og ilmkerti. Sit við borðstofuborðið og er umkringd af skólabókum. Gengur ok með lesturinn. Er samt að bíða eftir glósum frá kennaranum.

Ég er í fríi á morgun. Vinn svo törn. Vinna um helgina og næstu viku. Gott að hala inn pening. Verð á 90% álagi 5. ágúst.
Útborgað á morgun eða hinn, spennó að sjá launaseðil. Svo er skatturinn að koma. Gaman að sjá það. Fór í klippingu í dag og með fötin í hreinsun. Þreif og lærði.

Ég keypti símann um daginn. Nokia 5210, kostaði 30.000 með töskunni. Notaði gjafabréfið. Þetta er sniðugt.
Annars allt rólegt. Lítið að gera í vinnunni. Í gær voru 4 starfsmenn á 2 íbúa.

Gaman að byrja í skólanum. Ekkert nema saga, íslenska og siðfræði. Engin stærðfræði nema ég klúðri þessu aftur!
Nenni ekki að gera nýja heimasíðu svo ég skal drullast til að ná þessu. Annars er samviskubitið að pirra mig þessa dagana vegna lærdómsskorts.
Þetta líður svo hratt. Það er bara komin ágúst.
Skólinn byrjar 2. eða 3. sept.
Er að vinna helgina 31. ágúst/1. sept. Allt í góðu með það.
More money. Go on mit stæ.