Monday, July 20, 2009

Fórum

í skemmtilega, flotta og fjölbreytta Vestfjarðarferð um helgina:-)
Lögðum af stað seinnipart föstudags, keyrðum í gegnum Borgarnes, fórum Bröttubrekku, framhjá Bjarkarlundi og héldum áfram sem leið lá til Austur- Barðastrandasýslu, kíktum á Gíslahelli Súrssonar, enduðum svo á tjaldsvæðinu í Litluhlíð eftir miðnætti, skelltum upp tjöldum og fengum okkur nætursnarl:-)
Gistum þar um nóttina, tökum saman dótið, borðuðum morgunhressingu og kíktum svo í kaffi til afa þar sem Jói og Lára prófuðu fjórhjólið;-)

Eftir gott kaffi, heimsókn í sumarbústaðinn Kringuna og spjall lögðum við af stað, fórum yfir Kleifaheiði og keyrðum á Látrabjarg. Við stoppuðum góðan tíma þar, löbbuðum um, skoðum fugla og náttúrufegurðina, fengum okkur snarl og slökuðum á:-)
Þaðan lá leiðin í Látravík, þar sem 350 kílógramma steinninn Brynjólfstak fékk kollsteypu nokkrum sinnum og svo var haldið áfram á Rauðasand:-)
Þar láum við í sólbaði og fylgdumst með fjölda fólks vaða í sjónum..

Eftir sólbað var keyrt á Patró þar sem var tekið bensín, kaffi og klósettstopp og þaðan lá leiðin á Suðurfirðina, inn í Arnarfjörð og í einum af innfjörðum hans sem heitir Reykjafjörður fundum við þetta fína ókeypis tjaldsvæði með dásamlegum náttúrulegum heitapotti, sundlaug og illa viðhöldnum karmi:-)
Gaman er að geta þess að langamma er fædd og uppalin í bænum Hvestu sem er einmitt á þessum stað:-)
Nú jæja, við drifum upp tjöldin, fórum í hlýja og góða pottinn og í framhaldi gerði karlpeningurinn sér lítið fyrir og fór í sjósund:-)
Eftir það var kíkt í sundlaugina og skolað af sér..
Að þvotti loknum var tekið til við að græja matinn og grilla..
Fyrir svefninn fór ég aftur í pottinn til að ná hlýju í kroppinn fyrir nóttina, þar sem mér hafði verið frekar kalt í tjaldinu nóttina áður;-)

Morguninn eftir var tekið saman og borðað morgunmat og áfram hélt leiðin um Arnarfjörð, yfir Dynjandisheiði og yfir á Hrafnseyri til að skoða gamla bæinn, fá kaffisopa og meðlæti og teygja úr okkur.

Þaðan lá leiðin yfir í Lokinhamra, mjög falleg leið, mikilfenglegt landslag og seinfarin vegur á köflum sem liggur m.a. annars í gegnum Stapaklett og fjöru. Því verður að sæta sjávarföllum til að komast í Lokinhamra:-)
Stopuðum til að skoða bæinn Lokinhamra sem er orðin að rústum og bæinn Aðalból sem er verið að gera upp núna.
Á leiðinni keyrðum við framhjá hópi hlaupara sem voru að taka þátt í Vesturgötuhlaupi:-)
Á leiðinni stoppuðum við hjá Svalvogum, hvíldum lúin bein og nærðum maga og munn:-)
Síðan komum við niður hjá Sveineyri, keyrðum áfram til Þingeyrar og skoðuðum víkingaþorpið:-)

Að lokum fórum við til Flateyrar, komum við í kirkjugarðinum til að skoða leiðið hennar Mæju ömmu og fórum svo í heimsókn og matarboð til vinafólks:-)
Eftir matinn fórum við í stutta gönguferð um Flateyri og svo var keyrt í bæinn, gegnum Djúpið, yfir Hestakleif, svo yfir Steingrímsfjarðarheiði, þaðan yfir á Þorskafjarðarheiði, framhjá Laugum í Sælingsdal, yfir Bröttubrekku, gegnum Borgarnes og Hvalfjarðargöngin og þá vorum við komin hringinn:-)
Við fórum allan þennan stóra hring á 56 tímum:-)

Frábær, viðburðarík og góð ferð, ný og gömul upplifun, margt nýtt og gamalt að sjá, lærði mikið um útlegulífsmáta og það var gott og fallegt veður mestallan tímann:-)
Allar myndirnar rúmlega 250 talsins má sjá í tímaröð í myndasafninu hér til hliðar:-)

ENDIR