Góðan
og gleðilegan sólardag:-)
Héðan er allt gott að frétta.
Dagarnir renna stundum saman og man ég stundum varla hvað ég hef haft fyrir stafni, en ætla samt að reyna að rifja upp vikuna:-)
Það er nefnilega gott og gaman að halda svona dagbók og þegar frá líður er hægt að fletta hér upp og skoða hvað hefur á dagana drifið:-)
Á mánudaginn var ég að dunda í þvottastússi, tiltekt og myndavinnu, og slaka á eftir frábæra og góða Vestfjarðaferð:-)
Á þriðjudeginum fór ég í hádeginu í þrek og þolleikfimitíma í Laugum, þar sem við vorum að lyfta handlóðum, stöngum, teygja og nota palla:-)
Eftir leikfimi og gufu náði ég í mömmu og við fórum á kaffihús og miðbæjarrölt:-)
Kvöldinu var svo varið í sjónvarpsgláp og rólegheit..
Á miðvikudaginn fór ég í ræktina í Mosó og tók góða törn á skíðabrettinu:-)
Fór svo í útréttingar og fleira eftir það....
Í gær byrjaði ég daginn á að fara í sund í Mosó:-)
Fór svo heim, dundaði eitthvað og fór svo seinnipartinn í hotjóga í Laugum:-)
Eftir jóga og gufu fékk ég mér að borða, náði svo í vinkonu mína og við fórum á notalegan og skemmtilegan búddistafund:-)
Dagurinn í dag er ekki alveg planaður, reikna með að fara í sund eða leikfimi, og er svo að hugsa um að kíkja á mótmælin við Alþingishúsið:-)
Ekki er mikið planað um helgina, en stefnt er á að fara á Harry Potter um helgina og svo er Jói bróðir að keppa í lyftingum á sunnudaginn og ætla ég að reyna að kíkja þangað:-)
Jamm, það er gott að vera í sumarfríi, geta farið hvert sem maður vill, hvenær sem er og njóta sumarsins og sólarinnar:-)
Vona að ykkur líði vel:-)
Hafið það sem best um helgina og gangið hægt um gleðinnar dyr;-)
Nam-mjó-hó-renge-kjó:-)
Sandra sumardama..
Leiðsögn dagins:
23.júlí
Ef við öðlumst lífsástand Búdda í þessu lífi, mun það ástand fylla líf okkar að eilífu. Gegnum hringrás fæðingar og dauða, á hverju lífsskeiði, erum við blessuð með góðri heilsu, auði og greind, ásamt stuðningsfullu, þægilegu umhverfi, og lifa lífum sem eru yfirfull af gæfu. Hvert okkar mun líka hafa ákveðið hlutverk og vera fædd í viðeigandi aðstæðum til að uppfylla það.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home