Yndislegur
dagur í dag, sól, logn og hiti:-)
Fór á Transformers 2 um daginn, skemmtileg mynd en frekar löng, mæli samt með henni:-)
Stefni á að fara á myndina Hangover með vinkonum mínum í næstu viku, bara alltaf í bíó:-)
Stór helgi framundan hjá SGI, leiðtoganámskeið á morgun þar sem gestir frá Japan verða með okkur og svo er Kosen-rufu gongyo á sunnudaginn þar sem einn eða fleiri meðlimir eru að taka við Gohonzon:-)
Vil ég óska Helgu Margréti hjartanlega til hamingju með Gohonzon sem hún fær á sunnudaginn:-)
Hvað hef nú verið að dunda?
ýmislegt s.s. kyrjað, sofið út, farið í leikfimi, saumaklúbb, dansiball, fundi, heimsóknir, bíó og á mótmæli á Austuvelli þar sem ég bæði sló í gong af miklum móð og á pottlokið:-)
Jamm, það er nú dámsamlegt að vera í sumarfríi:-)
Kveð í bili..
Sendi knús og kossa og jákvæða orku...
Nam-hjó-hó-renge-kjó..
Leiðsögn dagsins:
3.júlí
Þeir sem eiga sér leiðbeinanda (fyrirmynd) í lífinu eru sannarlega gæfusamir. Að fylgja vegi leiðbeinanda og nemanda leiðir til persónulegs þroska og vaxtar. Hinir sem hafa ekki leiðbeinanda geta litið út fyrir að vera frjálsir og óháðir nokkrum, en án staðfasts viðmiðs eða fyrirmyndar til að byggja á munu líf þeirra vera stefnulaus og reikandi.
Dagur meistara og lærisveins
1945: Josei Toda sleppt úr Toyotama fangelsi
1957: Daisaku Ikeda handtekin í Osaka undir fölskum ákærum
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home