Ég
Gunni og Birgir áttum góða samverustund í gær.😃 Við kíktum í Kringluna og fórum á bíómyndina How to Train Your Dragon, sem er spennandi og flott ævintýramynd. Eftir bíóið fengum við okkur að borða í mathöllinni í Kringlunni og síðan skutluðum við Birgi heim í Geitlandið..
Þann 16. júní hitti ég Elínu vinkonu mína og dætur hennar á kaffihúsi í Kringlunni, sátum þar í tæplega 2 tíma og áttum góða stund saman😀, þær búa í Finnlandi en voru í smá heimsókn á Fróni..
Föstudaginn 20. júní hitti ég Heiði vinkonu mína í Egilshöll, við fengum okkur að borða á Shake&Pizza og fórum svo á kvikmyndina Ballerina sem er fínasta spennu og hasarmynd og áttum góða kvöldstund😉..
Annars hef ég bara verið að dóla mér og slaka á í fríinu.. Fór í klippingu og búðarráp m.a. í Rúmfó, Costco og Smáranum, komst loksins með bílinn í smurningu, fór í matarboð til mömmu, endurnýjaði vegabréfið og fór í sund, ræktina og gönguferðir. Hef lesið nokkrar bækur, sofið út, hangið í tölvunni, glápt á sjónvarpið og dormað á sófanum. Fór til tannsa að láta gera við eina tönn og er ekki búin hjá honum ennþá, á m.a. eftir að fara í skoðun og myndatöku og svo á ég tíma hjá honum í tannrótartöku seint í júlí😟..
Það eru framkvæmdir hér í blokkinni þessa dagana, m.a. verið að skipta um svalahandrið og mála allt tréverkið utanhúss enda komin tími til...
Jamm svona er nú staðan í sveitinni..
Nóg í bili.. farið vel með ykkur og njótið sumarsins..
Sandra lata í sumarfríi

<< Home