góður
dagur í dag.
Vaknaði snemma, kíkti út um gluggann, sá sól og sumar, fór í sturtu, klæddi mig og dreif mig út:-)
Hef reynt að fara a.m.k. einu sinni á sumri upp á Esju og sá að nú var tækifærið, gott veður og allur dagurinn framundan svo Esjuganga varð fyrir valinu:-)
Skoraði á sjálfa mig og fór lengra í dag heldur en ég hef gert áður:-)
Hélt áfram upp, manaði mig að fara alla leið upp að Steini og varð glöð og stolt af mér þegar þangað var komið:-)
Myndasýningu má sjá á myndasíðunni hér til hliðar:-)
Þegar ég geng á Esjuna fer ég varlega, bæði á uppleið og niðurleið, t.d. þarf að feta sig á milli steina eða passa sig að renna ekki í lausamöl, auk þess sem ég stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni og því tók ferðin upp og niður um 3 tíma, en var alveg þess virði:-)
Ég var alveg búin á því þegar ég kom niður, þreytt, sveitt og sólbrennd, kom við á KFC, fékk mér að borða og lagðist svo upp í sófa þegar heim var komið:-)
Hef fengið góðar og jákvæðar fréttir af vinum og fjölskyldu undanfarna daga og óska ég ykkur öllum velfarnaðar og stórra sigra á öllum sviðum lífsins:-)
Við fjölskyldan erum búin að plana smá ferðalag um Vestfirði næstu helgi, gaman að því og gott að komast aðeins út úr bænum:-)
Nóg í bili frá mér.
Njótið sumarsins, farið varlega í umferðinni og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
Sandra sólbrennda...
Leiðsögn dagsins:
10.júlí
Beethoven er kallaður snillingur. En við þurfum að muna að snilld hans var afrakstur ótrúlegs erfiðis. Þegar allt kemur til alls, er þetta mikil vinna, þolinmæðis-vinna. Þú getur ekki orðið manneskja af bestu gerð ef þú hefur kæruleysislegt og léttúðugt viðmót til lífsins, ef þú heldur að allt gerist bara af sjálfu sér. Þessvegna voru einkunnarorð Beethoven’s “minnst ein lína á dag.” Og það brást ekki að á hverjum degi skrifaði hann músík. Hann lét ekki einu sinni einn dag líða án þess að vinna eitthvað. Að halda áfram daglega- þetta er eins og iðkun okkar á gongyo. Að halda linnulaust áfram, hvern dag, er uppspretta stórkostlegs styrks.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home