Hvítasunnu(sól)helgi
Fínt að fá langt helgarfrí:-)
Nóg um að vera undanfarið, á fimmtudagskveldið var ég á flottum fræðslufyrirlestri um búddimann:-)
Á föstudagskvöldið var ég óvænt boðin á smáfund til að kveðja búddista frá Hollandi sem var í heimsókn og fór aftur út aðfaranótt laugardags, alltaf gaman að hitta erlenda búddista(gesti):-)
Í gær var langur og skemmtilegur dagur sem snerist að mestu leyti um búddismann:-)
Byrjaði á því að vera valkyrja á opinni laugardagskyrjun frá 9:00-12:00, síðan fengum við okkur að borða, horfum svo á vídjó af leiðtogafundi í Japan þar sem Ikeda var með ræðu. Eftir það voru umræður um efni frá Ikeda og svo kaffihlé. Síðasti liður á dagskránni var undirbúningsfundur hverfisleiðtoga:-)
Dagskránni lauk um 15:30, og þaðan lá leið mín niður í Ráðhús Reykjavíkur til að kíkja á sýningu á listaverkum nemenda minna:-)
Á leiðinni heim kom ég við í kaffi hjá mömmu:-)
Í dag fór ég á bílasýningu Kvartmíluklúbbsins, Burnout 2009 í Íþróttahöllinni Kórinn, Vallarkór í Kópavogi, stór og flott sýning þar á ferð:-)
Núna er ég að vinna í námsmati nemenda, reikna einkunnir og gefa umsagnir, gott að flýta fyrir sér og nota frítímann:-)
Á morgun ætla ég að fara á friðarstund í Hallgrímskirkju og jafnvel fara með strætó til að forðast bílastæðavesen:-)
Þar verður Dalai Lama með erindi ásamt fulltrúum annara trúabragða, m.a. verður fulltrúi frá SGI á Íslandi með kynningu og fræðsluefni um búddisma Nichiren Daishonin:-)
Ég hvet alla til að koma, friðarstundin byrjar klukkan 15:00, en það er mikilvægt að koma tímanlega (c.a 14:00) til að fá sæti:-)
Jæja, læt þetta nægja í bili, ætla að halda áfram að vinna;-)
Vona að þið njótið veðurblíðunnar og að ykkur líði vel:-)
Sandra sumarbarn...
Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:
31.maí
Búddismi snýst um að færa hamingju, gleði og fullnægju til allra. Hann gerir okkur ekki einungis kleift að verða hamingjusöm sjálf heldur að gera orsakir fyrir uppljómun forfeðra okkar, allavega sjö ættliði aftur og fyrir hamingju og velgengni barna okkar, barnabarna og áfram gegnum kynslóðirnar. Þetta er hinn frábæri ávinningur af búddisma.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda