Sunday, June 29, 2008

Skemmtilegur

og fjölbreyttur dagur í gær.
Vaknaði snemma og fór í Hafnarfjörð þar sem ég var í valkyrjuábyrgð á sameiginlegri kyrjun;-)
Mjög gott að vera á 2 tíma kyrjun:-)
Þegar kyrjun lauk fór ég aðeins heim, hvíldi mig, fór í sturtu og skipti um föt og fór svo í heimsókn til mömmu og fór síðan í innflutnings/afmælisveislu hjá búddistavinum mínum um fimmleytið;-)
Var þar til rúmlega 19:30 og þá var kominn tími til að renna til Heiðar vinkonu, fórum út að borða og horfum svo á Gyllta áttavitann í rólegumheitum heima hjá Heiði:-)
Fínasta mynd þar á ferð..
Kom heim upp úr 1.30, þreytt, sæl og ánægð með góðan og viðburðarríkan dag sem einkenndist af miklu félagslífi og samskiptum við vini og ættingja, ásamt því sem ég kynnist líka nýju fólki;-)

Framundan næstu daga eru heimsóknir, útréttingar, fundir, kyrjanir og saumakúbbur svo eitthvað sé nefnt.
Annars er allt rólegt og ekki mikið planað.
Er að bíða eftir svari frá kennaranum um hvort hinum áfanganum sé lokið, er allavega búin að skila inn endurbættri ritgerð;-)

Bið að heilsa núna og vona að ykkur líði vel..
Risaknús og jákvæð orka til allra:-)
Sandra

Leiðsögn dagsins:
29.júní

Hið mikilvæga er að sækja fram af skynsemi og leggja á sig erfiði til að vera sigurvegari á hverju augnabliki, nákvæmlega þar sem þú ert; að byrja eitthvað hér og nú í staðinn fyrir að kvarta og hafa áhyggjur af öllu sem gerist. Þetta er byrjunarreiturinn til þess að umbreyta lífum okkar.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, June 27, 2008

Viljum

óska dr. Láru hjartanlega til hamingju með daginn og útskriftina úr læknisfræðinni:-)

Elsku Lára, vonum að þú eigir góðan og skemmtilega dag og hafir það sem allra best, njótir athafnarinnar og kvöldverðsins á fína veitingahúsinu.

Við erum með ykkur í anda:-)
Bestu kveðjur frá Mosófólkinu:-)

MyHotComments.com
MyHotComments

Wednesday, June 25, 2008

Góðan dag

kæru vinir.
Vaknaði í morgun, keyrði Gunna í vinnuna, hélt svo áfram miður í bæ, lagði bílnum við Iðnskólann og rölti niður á Laugaveg:-)
Labbaði inn í sæta og skemmtilega búð, með mjög fallegum og fjölbreyttum vörum sem heitir Litla jólabúðin, mæli með að þið kíkið þar inn ef þið farið á Laugaveginn:-)
Á leiðinni til baka í bílinn kom ég augnablik við í Hallgrímskirkju og fékk þar óvænt gefins bók um Jónas Hallgrímsson;-)

Kom svo heim og eldaði mér lítinn skammt af grænmetissúpu úr afgöngunum af grænmetinu sem ég átti síðan síðast. Átti reyndar bara gulrætur, rófu og lauk, ásamt kryddi og krafti en þetta heppnaðist bara ágætlega:-)

Var í ábyrgð í gærkvöldi á frábærum fræðslufundi:-)

Vona að ykkur líði vel og njótið velgengi á öllum sviðum lífs ykkar;-)
Kv. Sandra

Leiðsögn dagsins:
25.júní

Við lifum á tímum þar sem tækifærin til djúpra tengsla við aðra eru allt annað en fjarlæg hugmynd. Tilgangslausar skemmtanir gefa bara stundargleði. Þær virka hvorki hvetjandi né heldur örva þær vöxt í eigin lífi. Andstæðan er búddismi, sem gerir fólki kleift að öðlast persónulegan þroska og bæta líf sitt. Búddismi á alltaf rætur í raunveruleika lífsins. Hann er viskubrunnur sem færir hamingju og jafnvægi inn í fjölskyldur okkar, nánasta samfélag og þjóðfélagið í heild.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Tuesday, June 24, 2008

Fór

á skemmtilega Duran Duran útitónleika í Odense:-)

Jói minn hér er lagið sem ég var að tala um að gaman hefði verið að heyra:
Sing blue silver:


og ég tala nú ekki um ef þeir hefðu tekið Union of the snake:


En þetta var samt mjög gaman og ég hefði ekki viljað missa af þessari upplifun:-)

hitt og þetta

Þá er ég komin heim frá Danmörku og komið fullt af myndum frá ferðinni á myndasíðunni.

Ég er alveg að komast í skólafrí(mastersnám), þarf aðeins að laga eina ritgerð og þá er önnin væntanlega búin..
En það eru komnar 5 einingar í hús, er búin með annað námskeiðið:-)
og bara þokkalega sátt við einkunnina sem ég fékk, ágætis árangur í fyrstu tilraun;-)
Er núna að dunda í tölvunni, þvo föt og fleira og er á leiðinni í heimsókn.

Bið að heilsa öllum í bili, óska ykkur góðrar Jónsmessu og vil enda á leiðsögn frá Ikeda í þýðingu Láru sætu...

21.júní

Þegar þú helgar líf þitt því að ná takmarki þínu, þá mun grunnhyggin gagnrýni ekki trufla þig. Í reynd er ekki hægt að áorka neinu sem skiptir sköpum ef þú leyfir smávægilegum málum að hafa áhrif á þig, alltaf lítandi um öxl og að spá í hvað aðrir segja eða hugsa. Lykillinn að árangri er að halda áfram einbeittur þá leið sem þú hefur valið þér.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, June 16, 2008

Hef

ekki mikið að segja í augnablikinu.
Vil óska ykkur gleðilegrar hátíðar á morgun:-)
og enda á flottri leiðsögn frá Ikeda.
Kv. Sandra

16.júní

Eitt af mínum uppáhalds Argentínsku skáldum, hinn mikli kennari Almafuerte (1854-1917), skrifaði:
“Fyrir hinum veikgeðja eru erfiðleikar sem lokuð hurð. Fyrir hinum sterku hinsvegar, eru erfiðleikar hurð sem bíður eftir að vera opnuð.”
Erfiðleikar hindra vöxt þeirra sem eru veikgeðja. Fyrir hina sterku, eru þeir tækifæri til að opna upp á gátt hurðina að bjartri framtíð. Allt ákvarðast af viðmóti okkar, af ásetningum okkar. Hjörtu okkar eru það sem skiptir mestu máli.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, June 14, 2008

frumraun mín í súpugerð í tilraunaeldhúsinu tókst bara ljómandi vel:-)
Ætla að deila hér með ykkur uppskriftinni að grænmetissúpu Söndru:-)

Hráefni:
2 gulrætur
1 kúrbítur
1 bökunarkartafla
1 rauð paprika
1 appelsínugul paprika
1/2 laukur
1/2 rófa
2 teningar af lífrænum grænmetiskrafti
2 teningar af lífrænum kjúklingakrafti
sletta af hvítlaukssalti, svörtum pipar, hvítlauksdufti, ungversku paprikukryddi og sjávarsalti.
Vatn eftir þörfum eða þar til flýtur yfir hráefnið.

Matreiðsla:
Kartafla, rófa og gulrætur flysjuð og skornar í bita og sneiðar.
Sett í pott með vatni og hitað þar til suðan kemur upp. Þá eldað í ákveðin tíma, hver og einn metur það fyrir sig..
eða þar til rófan og gulrætur mýkjast og kartaflan byrjar að breytast í mauk:-)
Paprika, kúrbítur, og laukur skorin í bita og bætt út í ásamt kraftinum og kryddað eftir þörfum, eldað á háum hita þar til suðan kemur upp, og síðan látið malla á lágum hita þar til allt hráefnið er orðið mjúkt og fínt:-)
Þá er potturinn tekinn af hellunni, og settur á kalda hellu.
Þegar þið eruð svo orðin svöng, eða gestirnir komnir, þá er kveikt augnablik á hellunni og súpan hituð, ef þörf er á:-)

Borið fram með grófu brauði, smjöri, osti og rauðu pestó:-)
Verði ykkur að góðu;-)
Sandra súpukokkur..

Að lokum er hér leiðsögn dagsins frá Ikeda sem er alveg í takt við súpukyrjuna sem var hér heima í dag:-)

14.júní

Að kyrja daimoku er undirstaða búddisma Daishonin. Þegar við kyrjum hljómfagurt daimoku, rís sólin í hjörtum okkar. Við fyllumst krafti. Samhyggð streymir fram. Líf okkar ljóma af gleði. Viska okkar skín. Allir búddar og búddískir guðir um allan alheiminn fara til starfa fyrir okkar hönd. Lífið verður æðislegt.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, June 13, 2008

gaman að þessu..


You are the World


Completion, Good Reward.


The World is the final card of the Major Arcana, and as such represents saturnian energies, time, and completion.


The World card pictures a dancer in a Yoni (sometimes made of laurel leaves). The Yoni symbolizes the great Mother, the cervix through which everything is born, and also the doorway to the next life after death. It is indicative of a complete circle. Everything is finally coming together, successfully and at last. You will get that Ph.D. you've been working for years to complete, graduate at long last, marry after a long engagement, or finish that huge project. This card is not for little ends, but for big ones, important ones, ones that come with well earned cheers and acknowledgements. Your hard work, knowledge, wisdom, patience, etc, will absolutely pay-off; you've done everything right.


What Tarot Card are You?
Take the Test to Find Out.

Langur

og fjölbreyttur dagur í gær.
Byrjaði á því það vakna rétt fyrir 7 og fór með bílinn í stóru skoðunina(sem tekur allan daginn) hjá Toyota sem ég fer á hverju ári.

Var komin heim um 8:30 og dundaði mér þar til Gyða kom. Við ætluðum að vinna í síðasta verkefninu, en þá klikkaði internetið og pósturinn;-(
Þá fórum við til Gyðu, en lentum strax aftur í smá vandræðum(t.d. mundum ekki lykilorð fyrir póstinn og vorum að bíða eftir ákveðnum upplýsingum) en náðum samt að klára meirihlutann af verkefninu;-)

Var komin heim aftur um 3.leytið og náði aðeins að hvíla mig. Síðan var hringt frá verkstæðinu og sagt að bílinn væri tilbúinn..
Þá hringdi ég í "skutluna" þ.e. þjónustubíl frá þeim sem keyrir mann heim og sækir, frábær þjónusta hjá Toyota:-)
Nú, þá var klukkan rétt um 17:30 og ég fór og sótti bílinn og kíkti svo til mömmu og stoppaði þar í c.a.klukkutíma.
Kom svo við í búð á leiðinni heim, fékk mér að borða og hlammaði mér svo í sófann. Það var nú ekkert spennandi í sjónvarpinu svo ég fór aðeins að lesa,og reyndi svo að leggja mig í sófanum.

Náði aðeins að blunda, en þá hringdi síminn, og ég fékk að vita að verkefnið okkar hefði verið sent til mín í tölvupósti(sem var þá kominn í lag).
Settist þá fyrir framan tölvuna, las yfir, lagfærði og sendi til kennarans, þannig að nú eigum við líka að vera komnar í sumarfrí frá skólanum:-)
fór svo aftur fram og glápti aðeins á TV og sofnaði svo uppúr miðnætti, þreytt en ánægð:-)

Í dag er fallegur dagur og ekki alveg ákveðið hvað á dunda núna, en í kvöld er ungmennafundur og á morgun súpukyrjun hjá mér:-)

Læt þetta duga í bili, vona að þið eigið góða helgi framundan:-)
Sandra sæta...

Vil enda að venju á leiðsögn dagsins frá Ikeda:
13.júní

Það veltur allt á voninni. Ef við SGI meðlimir sækjum fram með von og glaðlyndi, þá höfum við ekkert að óttast, hvorki í nútíð né framtíð. Lögmálið mun halda áfram að breiðast út svo lengi sem fylgismenn þess eru kröftugir og hagsælir.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, June 09, 2008

Sumarfrí

já, letin hefur verið ráðandi hér á bæ þessa fyrstu daga sumarfrís..
Kíktí reyndar í bíó um helgina, sá Indiana Jones í sal 4 í Háskólabíó ;-)
Hún var alveg ágæt og ekkert meira um það að segja..
Fór svo í fínustu kaffisopaheimsókn í gær til mömmu;-)
og horfði svo á handboltaleikinn, ekki mikil skemmtun í því glápi þar sem við töpuðum stórt;-(
Er annars bara að dunda, er búin að panta mér tíma í hitt og þetta næstu daga, t.d. klippingu, tannlækni og bílaskoðun.
Svo er ýmislegt á döfinni, m.a. saumaklúbbar, súpukyrjun heima hjá mér, þar sem ég ætla að gera tilraun til að búa til grænmetissúpu frá grunni í fyrsta skipti;-)
fræðslufundir, 17.júní hátíð búddista, valkyrjuábyrgð, umræðufundur, lærdómur og eitthvað fleira sem mér dettur í hug:-)

Afmælisbörn dagsins eru: Ágústa frænka og Linda Karen búddistavinkona,og vil ég senda þeim innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins:-)
Hér er smá gjöf til ykkar dömur mínar:-)
MyHotComments.com
MyHotComments


Hef ekki meira að segja í bili..
Vona að þið eigið góðan og notalega dag framundan..
Sandra

Að lokum er hér leiðsögn dagsins:

9. júní.
Við verðum að láta heyrast í okkur. Við þurfum að tala fyrir því sem við trúum á. Þegar við, fólkið, stöndum hugrökk með sannfæringum okkar - og missum aldrei bjartsýnina eða kímnigáfuna - munu tímarnir breytast. Þegar kemur að því að tala fyrir réttlæti, þá er engin þörf á neinum hömlum. Þvert á móti, að halda aftur af sér eða hika undir þesskonar kringumstæðum er rangt.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Saturday, June 07, 2008

Þá

er ég komin í sumarfrí;-)

Fann fyrir blendnum tifinningum þegar ég gekk út úr Víkurskóla í gær í síðasta skipti með allt mitt hafurtask;-0
En það verður skrýtið og spennandi að byrja á nýjum vinnustað í haust;-)

Námskeiðin í meistaranáminu á þessari önn alveg að klárast, eigum eitt lítið verkefni eftir, klárum það eftir helgi.

Eins og ég skrifaði hér um daginn eru tónleikar með Nightwish í haust, loksins tækifæri til að sjá þau á live á sviði:-)
sem ég var jafnvel að hugsa um að fara á, en eftir að ég fann út að stórkostlega söngkonan í hljómsveitinni er hætt;-(
og önnur ekki nærri því jafngóð tekin við, þarf ég að hugsa mig vel um..

Læt þetta nægja í bili, og vona að þið eigið góða daga framundan;-)
Sandra í sumarfríi..

Leiðsögn gærdagsins:

6.júní

Vísindin eru byggð á tilraunum og raunreynslu. Þú framkvæmir próf eða tilraun og fylgist svo með útkomunni. Búddismi Nichiren Daishonin, líkt og vísindin, kennir að ekkert er betra en sönnun. Í þessu tilliti, stendur þessi trú ein meðal annara trúarbragða heimsins. Ég vona að á hverju ári munirðu vinna að því að sýna fram á sigur í búddismanum og þínu eigin lífi. Munið ávallt að slík sönnun er til marks um sannan sigurvegara.

1871: fæðingadagur Tsunesaburo Makiguchi, fyrsta forseta Soka Gakkai.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Monday, June 02, 2008

og var að hvíla mig áðan þegar rúmið byrjaði að hristast.
jæja hugsaði ég, enn einn jarðskjálftinn.
Kveikti á fréttunum og jú mikið rétt, þetta var skjálfti á Hellisheiði upp á 4,5 á Richter.

Fór á frábæra tónleika hjá vinkonu minni í gærkveldi, Carmina Burana í Langholtskirkju:-)
150 manna kór(Carnegie Hall kórinn) 150 manns, ásamt slagverkshljómsveit og 3 einsöngvurum: Diddú, Bergþór Pálsson og Þorgeir Andrésson.
Jamm, flott og kröftugt, í 2. skiptið sem ég fer á þetta verk, fór fyrst í Íslensku
Óperunni hjá Óperukórunum 1995..
Já, tíminn líður hratt..

Var líka aðeins að læra í gær, fyrir og eftir tónleika. Smá verkefni sem ég átti eftir. Var í gærmorgun í hlutverki Valkyrju á Kosen-Rufu gongyo, gott að vera komin aftur í Valkyrjur og Víkinga:-)
Vinna í dag og kvöld, fundur annaðkvöld og saumó á miðvikudag..
Síðasti kennsludagur á morgun, foreldraviðtöl miðvikudag, starfsdagar fimmtudag og föstudag og svo sumarfrí:-)

Læt þetta nægja í bili,
góðar stundir.

Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:
2.júní

Það skiptir engu hvert við förum, við getum ekki flúið þær þjáningar sem eru partur af og kjarni lífsins. Og ef við getum ekki forðast þessar þjáningar, þá er okkar eini kostur að sigrast á þeim. Og þar sem við eigum engra kosta völ nema sigrast á þeim, þá getum við alveg eins gert það með bros á vör og af styrk.
Höldum áfram að gera okkar besta og kyrjum daimoku þar til yfir líkur.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda