Skemmtilegur
og fjölbreyttur dagur í gær.
Vaknaði snemma og fór í Hafnarfjörð þar sem ég var í valkyrjuábyrgð á sameiginlegri kyrjun;-)
Mjög gott að vera á 2 tíma kyrjun:-)
Þegar kyrjun lauk fór ég aðeins heim, hvíldi mig, fór í sturtu og skipti um föt og fór svo í heimsókn til mömmu og fór síðan í innflutnings/afmælisveislu hjá búddistavinum mínum um fimmleytið;-)
Var þar til rúmlega 19:30 og þá var kominn tími til að renna til Heiðar vinkonu, fórum út að borða og horfum svo á Gyllta áttavitann í rólegumheitum heima hjá Heiði:-)
Fínasta mynd þar á ferð..
Kom heim upp úr 1.30, þreytt, sæl og ánægð með góðan og viðburðarríkan dag sem einkenndist af miklu félagslífi og samskiptum við vini og ættingja, ásamt því sem ég kynnist líka nýju fólki;-)
Framundan næstu daga eru heimsóknir, útréttingar, fundir, kyrjanir og saumakúbbur svo eitthvað sé nefnt.
Annars er allt rólegt og ekki mikið planað.
Er að bíða eftir svari frá kennaranum um hvort hinum áfanganum sé lokið, er allavega búin að skila inn endurbættri ritgerð;-)
Bið að heilsa núna og vona að ykkur líði vel..
Risaknús og jákvæð orka til allra:-)
Sandra
Leiðsögn dagsins:
29.júní
Hið mikilvæga er að sækja fram af skynsemi og leggja á sig erfiði til að vera sigurvegari á hverju augnabliki, nákvæmlega þar sem þú ert; að byrja eitthvað hér og nú í staðinn fyrir að kvarta og hafa áhyggjur af öllu sem gerist. Þetta er byrjunarreiturinn til þess að umbreyta lífum okkar.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda