Monday, June 16, 2008

Hef

ekki mikið að segja í augnablikinu.
Vil óska ykkur gleðilegrar hátíðar á morgun:-)
og enda á flottri leiðsögn frá Ikeda.
Kv. Sandra

16.júní

Eitt af mínum uppáhalds Argentínsku skáldum, hinn mikli kennari Almafuerte (1854-1917), skrifaði:
“Fyrir hinum veikgeðja eru erfiðleikar sem lokuð hurð. Fyrir hinum sterku hinsvegar, eru erfiðleikar hurð sem bíður eftir að vera opnuð.”
Erfiðleikar hindra vöxt þeirra sem eru veikgeðja. Fyrir hina sterku, eru þeir tækifæri til að opna upp á gátt hurðina að bjartri framtíð. Allt ákvarðast af viðmóti okkar, af ásetningum okkar. Hjörtu okkar eru það sem skiptir mestu máli.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda