Tuesday, June 24, 2008

hitt og þetta

Þá er ég komin heim frá Danmörku og komið fullt af myndum frá ferðinni á myndasíðunni.

Ég er alveg að komast í skólafrí(mastersnám), þarf aðeins að laga eina ritgerð og þá er önnin væntanlega búin..
En það eru komnar 5 einingar í hús, er búin með annað námskeiðið:-)
og bara þokkalega sátt við einkunnina sem ég fékk, ágætis árangur í fyrstu tilraun;-)
Er núna að dunda í tölvunni, þvo föt og fleira og er á leiðinni í heimsókn.

Bið að heilsa öllum í bili, óska ykkur góðrar Jónsmessu og vil enda á leiðsögn frá Ikeda í þýðingu Láru sætu...

21.júní

Þegar þú helgar líf þitt því að ná takmarki þínu, þá mun grunnhyggin gagnrýni ekki trufla þig. Í reynd er ekki hægt að áorka neinu sem skiptir sköpum ef þú leyfir smávægilegum málum að hafa áhrif á þig, alltaf lítandi um öxl og að spá í hvað aðrir segja eða hugsa. Lykillinn að árangri er að halda áfram einbeittur þá leið sem þú hefur valið þér.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda