Saturday, June 14, 2008

frumraun mín í súpugerð í tilraunaeldhúsinu tókst bara ljómandi vel:-)
Ætla að deila hér með ykkur uppskriftinni að grænmetissúpu Söndru:-)

Hráefni:
2 gulrætur
1 kúrbítur
1 bökunarkartafla
1 rauð paprika
1 appelsínugul paprika
1/2 laukur
1/2 rófa
2 teningar af lífrænum grænmetiskrafti
2 teningar af lífrænum kjúklingakrafti
sletta af hvítlaukssalti, svörtum pipar, hvítlauksdufti, ungversku paprikukryddi og sjávarsalti.
Vatn eftir þörfum eða þar til flýtur yfir hráefnið.

Matreiðsla:
Kartafla, rófa og gulrætur flysjuð og skornar í bita og sneiðar.
Sett í pott með vatni og hitað þar til suðan kemur upp. Þá eldað í ákveðin tíma, hver og einn metur það fyrir sig..
eða þar til rófan og gulrætur mýkjast og kartaflan byrjar að breytast í mauk:-)
Paprika, kúrbítur, og laukur skorin í bita og bætt út í ásamt kraftinum og kryddað eftir þörfum, eldað á háum hita þar til suðan kemur upp, og síðan látið malla á lágum hita þar til allt hráefnið er orðið mjúkt og fínt:-)
Þá er potturinn tekinn af hellunni, og settur á kalda hellu.
Þegar þið eruð svo orðin svöng, eða gestirnir komnir, þá er kveikt augnablik á hellunni og súpan hituð, ef þörf er á:-)

Borið fram með grófu brauði, smjöri, osti og rauðu pestó:-)
Verði ykkur að góðu;-)
Sandra súpukokkur..

Að lokum er hér leiðsögn dagsins frá Ikeda sem er alveg í takt við súpukyrjuna sem var hér heima í dag:-)

14.júní

Að kyrja daimoku er undirstaða búddisma Daishonin. Þegar við kyrjum hljómfagurt daimoku, rís sólin í hjörtum okkar. Við fyllumst krafti. Samhyggð streymir fram. Líf okkar ljóma af gleði. Viska okkar skín. Allir búddar og búddískir guðir um allan alheiminn fara til starfa fyrir okkar hönd. Lífið verður æðislegt.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda