Wednesday, June 25, 2008

Góðan dag

kæru vinir.
Vaknaði í morgun, keyrði Gunna í vinnuna, hélt svo áfram miður í bæ, lagði bílnum við Iðnskólann og rölti niður á Laugaveg:-)
Labbaði inn í sæta og skemmtilega búð, með mjög fallegum og fjölbreyttum vörum sem heitir Litla jólabúðin, mæli með að þið kíkið þar inn ef þið farið á Laugaveginn:-)
Á leiðinni til baka í bílinn kom ég augnablik við í Hallgrímskirkju og fékk þar óvænt gefins bók um Jónas Hallgrímsson;-)

Kom svo heim og eldaði mér lítinn skammt af grænmetissúpu úr afgöngunum af grænmetinu sem ég átti síðan síðast. Átti reyndar bara gulrætur, rófu og lauk, ásamt kryddi og krafti en þetta heppnaðist bara ágætlega:-)

Var í ábyrgð í gærkvöldi á frábærum fræðslufundi:-)

Vona að ykkur líði vel og njótið velgengi á öllum sviðum lífs ykkar;-)
Kv. Sandra

Leiðsögn dagsins:
25.júní

Við lifum á tímum þar sem tækifærin til djúpra tengsla við aðra eru allt annað en fjarlæg hugmynd. Tilgangslausar skemmtanir gefa bara stundargleði. Þær virka hvorki hvetjandi né heldur örva þær vöxt í eigin lífi. Andstæðan er búddismi, sem gerir fólki kleift að öðlast persónulegan þroska og bæta líf sitt. Búddismi á alltaf rætur í raunveruleika lífsins. Hann er viskubrunnur sem færir hamingju og jafnvægi inn í fjölskyldur okkar, nánasta samfélag og þjóðfélagið í heild.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda