Sumarfrí
já, letin hefur verið ráðandi hér á bæ þessa fyrstu daga sumarfrís..
Kíktí reyndar í bíó um helgina, sá Indiana Jones í sal 4 í Háskólabíó ;-)
Hún var alveg ágæt og ekkert meira um það að segja..
Fór svo í fínustu kaffisopaheimsókn í gær til mömmu;-)
og horfði svo á handboltaleikinn, ekki mikil skemmtun í því glápi þar sem við töpuðum stórt;-(
Er annars bara að dunda, er búin að panta mér tíma í hitt og þetta næstu daga, t.d. klippingu, tannlækni og bílaskoðun.
Svo er ýmislegt á döfinni, m.a. saumaklúbbar, súpukyrjun heima hjá mér, þar sem ég ætla að gera tilraun til að búa til grænmetissúpu frá grunni í fyrsta skipti;-)
fræðslufundir, 17.júní hátíð búddista, valkyrjuábyrgð, umræðufundur, lærdómur og eitthvað fleira sem mér dettur í hug:-)
Afmælisbörn dagsins eru: Ágústa frænka og Linda Karen búddistavinkona,og vil ég senda þeim innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins:-)
Hér er smá gjöf til ykkar dömur mínar:-)
MyHotComments
Hef ekki meira að segja í bili..
Vona að þið eigið góðan og notalega dag framundan..
Sandra
Að lokum er hér leiðsögn dagsins:
9. júní.
Við verðum að láta heyrast í okkur. Við þurfum að tala fyrir því sem við trúum á. Þegar við, fólkið, stöndum hugrökk með sannfæringum okkar - og missum aldrei bjartsýnina eða kímnigáfuna - munu tímarnir breytast. Þegar kemur að því að tala fyrir réttlæti, þá er engin þörf á neinum hömlum. Þvert á móti, að halda aftur af sér eða hika undir þesskonar kringumstæðum er rangt.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home