Lá
og var að hvíla mig áðan þegar rúmið byrjaði að hristast.
jæja hugsaði ég, enn einn jarðskjálftinn.
Kveikti á fréttunum og jú mikið rétt, þetta var skjálfti á Hellisheiði upp á 4,5 á Richter.
Fór á frábæra tónleika hjá vinkonu minni í gærkveldi, Carmina Burana í Langholtskirkju:-)
150 manna kór(Carnegie Hall kórinn) 150 manns, ásamt slagverkshljómsveit og 3 einsöngvurum: Diddú, Bergþór Pálsson og Þorgeir Andrésson.
Jamm, flott og kröftugt, í 2. skiptið sem ég fer á þetta verk, fór fyrst í Íslensku
Óperunni hjá Óperukórunum 1995..
Já, tíminn líður hratt..
Var líka aðeins að læra í gær, fyrir og eftir tónleika. Smá verkefni sem ég átti eftir. Var í gærmorgun í hlutverki Valkyrju á Kosen-Rufu gongyo, gott að vera komin aftur í Valkyrjur og Víkinga:-)
Vinna í dag og kvöld, fundur annaðkvöld og saumó á miðvikudag..
Síðasti kennsludagur á morgun, foreldraviðtöl miðvikudag, starfsdagar fimmtudag og föstudag og svo sumarfrí:-)
Læt þetta nægja í bili,
góðar stundir.
Vil enda á leiðsögn dagsins frá Ikeda:
2.júní
Það skiptir engu hvert við förum, við getum ekki flúið þær þjáningar sem eru partur af og kjarni lífsins. Og ef við getum ekki forðast þessar þjáningar, þá er okkar eini kostur að sigrast á þeim. Og þar sem við eigum engra kosta völ nema sigrast á þeim, þá getum við alveg eins gert það með bros á vör og af styrk.
Höldum áfram að gera okkar besta og kyrjum daimoku þar til yfir líkur.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home