Langur
og fjölbreyttur dagur í gær.
Byrjaði á því það vakna rétt fyrir 7 og fór með bílinn í stóru skoðunina(sem tekur allan daginn) hjá Toyota sem ég fer á hverju ári.
Var komin heim um 8:30 og dundaði mér þar til Gyða kom. Við ætluðum að vinna í síðasta verkefninu, en þá klikkaði internetið og pósturinn;-(
Þá fórum við til Gyðu, en lentum strax aftur í smá vandræðum(t.d. mundum ekki lykilorð fyrir póstinn og vorum að bíða eftir ákveðnum upplýsingum) en náðum samt að klára meirihlutann af verkefninu;-)
Var komin heim aftur um 3.leytið og náði aðeins að hvíla mig. Síðan var hringt frá verkstæðinu og sagt að bílinn væri tilbúinn..
Þá hringdi ég í "skutluna" þ.e. þjónustubíl frá þeim sem keyrir mann heim og sækir, frábær þjónusta hjá Toyota:-)
Nú, þá var klukkan rétt um 17:30 og ég fór og sótti bílinn og kíkti svo til mömmu og stoppaði þar í c.a.klukkutíma.
Kom svo við í búð á leiðinni heim, fékk mér að borða og hlammaði mér svo í sófann. Það var nú ekkert spennandi í sjónvarpinu svo ég fór aðeins að lesa,og reyndi svo að leggja mig í sófanum.
Náði aðeins að blunda, en þá hringdi síminn, og ég fékk að vita að verkefnið okkar hefði verið sent til mín í tölvupósti(sem var þá kominn í lag).
Settist þá fyrir framan tölvuna, las yfir, lagfærði og sendi til kennarans, þannig að nú eigum við líka að vera komnar í sumarfrí frá skólanum:-)
fór svo aftur fram og glápti aðeins á TV og sofnaði svo uppúr miðnætti, þreytt en ánægð:-)
Í dag er fallegur dagur og ekki alveg ákveðið hvað á dunda núna, en í kvöld er ungmennafundur og á morgun súpukyrjun hjá mér:-)
Læt þetta duga í bili, vona að þið eigið góða helgi framundan:-)
Sandra sæta...
Vil enda að venju á leiðsögn dagsins frá Ikeda:
13.júní
Það veltur allt á voninni. Ef við SGI meðlimir sækjum fram með von og glaðlyndi, þá höfum við ekkert að óttast, hvorki í nútíð né framtíð. Lögmálið mun halda áfram að breiðast út svo lengi sem fylgismenn þess eru kröftugir og hagsælir.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home