Þá
er ég komin í sumarfrí;-)
Fann fyrir blendnum tifinningum þegar ég gekk út úr Víkurskóla í gær í síðasta skipti með allt mitt hafurtask;-0
En það verður skrýtið og spennandi að byrja á nýjum vinnustað í haust;-)
Námskeiðin í meistaranáminu á þessari önn alveg að klárast, eigum eitt lítið verkefni eftir, klárum það eftir helgi.
Eins og ég skrifaði hér um daginn eru tónleikar með Nightwish í haust, loksins tækifæri til að sjá þau á live á sviði:-)
sem ég var jafnvel að hugsa um að fara á, en eftir að ég fann út að stórkostlega söngkonan í hljómsveitinni er hætt;-(
og önnur ekki nærri því jafngóð tekin við, þarf ég að hugsa mig vel um..
Læt þetta nægja í bili, og vona að þið eigið góða daga framundan;-)
Sandra í sumarfríi..
Leiðsögn gærdagsins:
6.júní
Vísindin eru byggð á tilraunum og raunreynslu. Þú framkvæmir próf eða tilraun og fylgist svo með útkomunni. Búddismi Nichiren Daishonin, líkt og vísindin, kennir að ekkert er betra en sönnun. Í þessu tilliti, stendur þessi trú ein meðal annara trúarbragða heimsins. Ég vona að á hverju ári munirðu vinna að því að sýna fram á sigur í búddismanum og þínu eigin lífi. Munið ávallt að slík sönnun er til marks um sannan sigurvegara.
1871: fæðingadagur Tsunesaburo Makiguchi, fyrsta forseta Soka Gakkai.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home