Hversdagslegar vangaveltur
Wednesday, February 27, 2008
Tuesday, February 26, 2008
Laugardagurinn
fór að mestu í lærdóm, en svo um kvöldið tók ég mér pásu, náði í vinkonu mína, fórum út að borða, síðan á kaffihús og endum kvöldið á að fara á bíódansmyndina"Step up 2", fínasta mynd þar á ferð, mjög flott dansatriði og töff tónlist:-)
Á sunnudaginn fór ég til mömmu í kaffi, síðan fórum við út að borða, og að lokum kíkti ég aðeins í Smárann til að kaupa mér heilsute og kíkja á útsölu í Skífunni.
Um kvöldið var svo aftur lagst í námsbækurnar..
Í gærkvöldi kom Kristín til mín og við byrjuðum að vinna í verkefninu, ræða um kaflann og settumst svo niður við tölvuna og bjuggum til nokkrar glærur og texta, og erum því komar vel af stað;-)
Við erum 4 vinkonurnar í þessum hóp,
og ætlum að hittast næstu helgi og klára verkefnið:-)
Jamm, svona gengur nú lífið fyrir sig í sveitinni:-)
Bið að heilsa í bili..
Sandra
P.s. setti inn nokkrar myndir áðan á myndasíðuna..
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
26.febrúar
Búddismi kennir að á hverju augnabliki innihaldi lífið hvert fyrirbæri. Þetta er kenningin um að hvert augnablik lífsins innihaldi þrjú þúsund svið, sem er grundvallarkenning Lótus sútrunnar og kjarni búddismans. Vegna þess hversu djúp tengsl eru milli okkar lífa og fólksins í kringum okkur, er nauðsynlegt að við seilumst út til annara, að við látum umhverfi okkar skipta okkur máli og okkar nánasta samfélag. Sjálfselsk iðkun eða kenning án framkvæmda er örugglega ekki búddismi.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Saturday, February 23, 2008
Fallegt
og marglitt sólarlag í dag:
Svaf út í dag, lærði svolítið, talaði í símann við fjölskyldu og vini, hékk í tölvunni og hvíldi mig;-)
Er nú að fara að borða og svo í kvikmyndahús með vinkonu minni:-)
Á morgun er stefnt á frekari lestur og jafnvel verður kíkt á kaffihús..
Læt þetta nægja í bili, elska ykkur öll og vona að þið njótið kvöldsins:-)
Stubbaknús
Sandra
Leiðsögnin frá Ikeda:
23.febrúar
Án hugrekkis getum við ekki sýnt samhyggð. Hugrekki og samhyggð eru óaðskiljanleg, eins og tvær hliðar á peningi. Trú er uppspretta hugrekkis. Daishonin segir, “fylgismenn Nichiren geta ekki afkastað neitt ef þeir eru ragir” (MW-1,128). Rög manneskja getur ekki sigrað í lífinu. Ef við höfum ekki hugrekki til að helga líf okkar Kosen-rufu, getum við ekki byggt upp sanna hamingju fyrir okkur sjálf og aðra.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Friday, February 22, 2008
þá
er aftur komin helgi, tíminn æðir áfram eins og hraðlest..
Frábær fundur í gær, eins og alltaf, og var einstaklega gaman að Soffía sæta kom aftur og ekki nóg með það heldur tók hún Lilju Sóley dóttir sína sem er aðeins mánaðar gömul með á fundinn:-)
Hún var svo vær og góð og róleg allan tímann, hjalaði, svaf og fylgdist með:-)
Alveg hreint yndislegt litla englabarn:-)
Að öðru leyti er allt rólegt..
Lærdómur, kyrjun, bíóferð, heimsókn og sjónvarpsgláp á planinu um helgina..
Vona að þið eigið frábæra helgi og farið vel með ykkur:-)
Leiðsögn frá Ikeda:
21.febrúar
Vinátta er sterk.
Vinátta, vinátta meðal félaga og eining í trú liggur í hjarta SGI. Það kemur á undan samtökunum. Við megum aldrei gera þau mistök að halda að því sé öfugt farið. Samtökin starfa til að dýpka vináttu, vináttu meðal félaga og trú. Að rugla saman leiðinni að markinu og markmiðinu sjálfu eru hræðileg mistök.
Tuesday, February 19, 2008
var að
koma af skemmtilegri kóræfingu, fór á magnaða kyrjun síðasta laugardag :-)
en að öðru leyti fór öll helgin að mestu leyti í lærdóm;-)
skil á fyrsta verkefninu annaðkvöld, og að því loknu tekur næsta verkefni við í hinu námskeiðinu:-0
umræðufundur næsta fimmtudagskvöld:-)
og síðast en ekki síst á ég 3 ára bloggafmæli í dag:-))
og svona af því tilefni ætla ég að setja hér inn að gamni alfyrstu færsluna sem ég skrifaði;-)
Saturday, February 19, 2005
Hello
Góðan daginn.
Hvað á maður að gera af sér á laugardegi þegar maður er latur og þarf ekki að gera neitt að viti. Prófa að búa sér til bloggsíðu? Af hverju ekki?
Það er áhætta sem tekin er að láta hugrenningar sínar á blað fyrir allra augum. En ok að prófa.
Afslöppunarhelgi er í garð gengin. Ég þarf ekki að fara yfir neina heimavinnu núna og blessuðu foreldraviðtölin eru næstum búin. Þau gengu furðanlega vel sem betur fer:-)
Var að hlusta á dásamlega lagasmíð frá einum af mínum uppáaldstónlistarmönnum. Með gítar, trommum og öllu:-) Kemur mjög flott út.
Læt þetta nægja að sinni.
Góðar stundir
Kennarinn
Leiðsögn dagsins frá Ikeda.
Kv. Sandra
19.febrúar
Þetta lífshlaup mun aldrei koma aftur; það er verðmætt og óbætanlegt. Til að lifa án eftirsjár, er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa tilgang og halda stöðugt áfram að setja okkur markmið og skora á okkur sjálf. Það er jafn mikilvægt að við færumst stöðugt í átt að ákveðnum markmiðum, staðföst og sterk, eitt skref í einu.
Saturday, February 16, 2008
Svo
gaman í dag því á eftir er ég að fara upp í Danshöll(komið og dansið) Drafnarfelli 2
og taka þátt í 150 manna kyrjun, frá 13:30-15:00:-)
Kyrjun, gongyo, reynsla, ásetningar og smá kynning á búddisma Nichiren Daishonin:-)
Allir velkomir að koma og taka þátt eða fylgjast með:-)
Hlakka mikið til, 150 manns að kyrja í einu,þvílíkur kraftur og gleði:-)
Annars er brjálað að gera í náminu þessa dagana, er að vinna verkefni sem á að skila eftir helgina..
og strax þar á eftir tekur annarskonar verkefni við..
er núna í tveim áföngum og bara gaman að því:-)
verð orðin fín í vor, ofvirk og út um allt í öllu (smá djók)
Læt þetta nægja í bili..
Vona að þið eigið góða helgi..
Kv. Sandra
Leiðsögn Ikeda í tilefni dagsins:
Ég mun aldrei gleyma tilfinningaþrungnu ákalli Toda: „Til þess að ná fram sigri við útbreiðslu búddismans skaltu biðja fyrir því. Kyrjaðu hljómmikið daimoku. Núna skulum við gera Gongjó saman!“ Gongjó er eins og öskur ljónsins og merkir samtaka kyrjun meistara og lærisveins. Í raun og veru eru hinir stórkostlegu forsetar og forverar mínir, Mackiguchi og Toda, báðir með mér þegar ég geri gongjó, hér og nú. Á hverjum degi kyrja ég hljómmikið daimoku sem geymir hvern og einn meðlim í hjarta mínu.
Tuesday, February 12, 2008
Já
lögmálið er nú alveg magnað og virkar oft fljótt og vel:-)
Var búin að sækja um námsstyrk vegna náms á vorönn en fékk neitun þar sem ég var ekki með nógu margar einingar.
En fékk svo að vita um námskeið sem vinkonur mínar eru í, og fór að velta fyrir mér að bæta við mig því námskeiði, (þótt ég fengi ekki styrkinn) þar sem það lítur vel út og er í tengslum við hinn áfangann sem ég er í, en tók svo ákvörðun um að hætta við, einhverra hluta vegna..
fannst ég ekki hafa tíma, var að mikla þetta fyrir mér, o.s.frv.
En daginn eftir fékk ég email sem kom mér algerlega á óvart..
og var í raun svar við þessum pælingum mínum:-)
því í því stóð að styrkurinn væri kominn inn á bankareikninginn minn:-)
Þar sem umsóknarfresturinn var útrunninn og ég gat ekki skráð mig sjálf í gegnum tölvuna í námskeið, þá herti ég mig upp, skrifaði kennarinum bréf og spurði hvort ég gæti fengið að koma í námskeiðið?
Og hvað haldið þið?
Fékk jákvætt svar frá kennaranum, þar sem hún býður mig velkomna í áfangann og ætlar að skrá mig og gefa mér aðgang:-)
Nú er bara að fara að lesa, þýða og vinna verkefni;-)
Kv. Sandra búddisti, nemi, kennari og fleira...
Leiðsögn dagsins fjallar um sterka trú:
12.febrúar
Hið mikilvæga er að halda fast við trú þína án þess að verða fyrir áhrifum eða stjórnast af því sem aðrir segja eða gera. Þeir sem lifa á þann hátt eru sterkir og án eftirsjár. Það sem skiptir mestu máli er hvernig þú lifir lífi þínu – ekki hvað aðrir í kringum þig eru að gera.
Sunday, February 10, 2008
Var
í dag að reyna að lesa námsefnið og undirbúa mig undir fyrsta verkefnið í sérkennslukúrsinum sem ég er í þessa önn:-)
Svolítið erfitt þar sem bækurnar eru allar á ensku og mörg ný hugtök og orð koma fyrir..
en þetta hefst allt að lokum;-)
Seinnipartinn fór ég svo í súpukyrjun hjá hverfinu mínu, fyrsta skipti sem við höldum súpukyrjun og gekk það bara vel:-)
Kyrjuðum í klukkutíma og fengum svo ljúffenga rauðrófusúpu á eftir;-)
Stefnum á að halda súpukyrjun einu sinni í mánuði..
Næsta vika að mestu skipulögð, eitthvað að gerast á hverju kvöldi:-0
Tveir saumaklúbbar, kóræfing, ungrakvennafundur og svo er 150 manna kyrjun á laugardaginn:-)
Jamm, alltaf eitthvað um vera hjá mér, og um að gera að lifa lífinu lifandi:-)
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda og óska ykkur góðrar viku..
10. febrúar
Kosen-rufu er óviðjafnanlegur, gullinn stígur sem nær um gjörvalla síðari daga lögmálsins inn í eilífa framtíð. Höldum áfram að sækja fram hugrökk og ótrauð þennan stíg eins og Nichiren Daishonin kennir. Þannig munum við ná heimsfriði. Ef við ekki útbreiðum lífsreglur og hugsjónir Daishonin búddismans víða, er engin von fyrir frið og hamingju mannkyns.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
Saturday, February 09, 2008
Nei
hættið þið nú alveg!
Í gærmorgun var mikill snjór og snjóskaflar út um allt. Svo byrjaði að hlýna en veðrið var stillt og þurrt.
Seinnipartinn í gær byrjaði að rigna og hvessa og í gærkvöldi var komið brjálað veður, grenjandi rigning, í bland við haglél, göturnar breytust í litla læki eða stór fljót, bílar og fólk tókust á loft, allt nötraði og skalf og þrumur og eldingar komu og fóru..
en gluggarnir stóðu þetta af sér og rafmagnið hélst á, þrátt fyrir að ljósin hafi blikkað ört á tímabili.
Þegar ég fór í rúmið upp úr miðnætti var hætt að rigna og vind hafði lægt.
En þegar ég leit út um gluggann í morgun, hvað haldið þið að hafi blasað við?
Jú, snjór og meiri snjór og kuldaboli!!
Nú gengur á með snjókomu, snjóbyl og svo styttir upp á milli...
og ekki nóg með að veturinn hafi verið mjög harður og undarlegur frá áramótum, heldur var ég að lesa að það er spáð svona veðurfari áfram fram yfir páska, vegna kuldapolls sem er nálægt landinu;-(
Ég er alveg hætt að botna í þessu rugli öllu saman, og veit varla á hvaða stað eða landi ég bý lengur: Norður eða Suðurpólnum, Grænlandi, Suðurhöfum eða Íslandi!!
en nóg um veðurlýsingar...
Kveð í bili, er að fara í heimsókn til mömmu..
Hafið það gott í veðurblíðunni og farið vel með ykkur:-)
Sandra
Leiðsögn frá Ikeda:
7.febrúar
Umhverfi þitt skiptir ekki máli. Allt byrjar með þér. Þú verður að berjast í gegn af eigin rammleik. Ég hvet hvert ykkar til að skapa eitthvað, stofna eitthvað og ná góðum árangri í einhverju. Það er kjarni mannlegrar tilveru, áskorun æskunnar. Í þessu liggur dásamlegur lífsmáti sem miðast alltaf að framtíðinni.
Wednesday, February 06, 2008
Gleðilegan öskudag.
Jæja, í hvernig búningum voruð þið í dag;-)
Ég sleppti nornabúningnum, en gerðist þess í stað nemandi:-0
ekki samt í búning:-)
heldur settumst við vinkonurnar á skólabekk í staðlotu í Kennó í dag..
og lærðum ýmislegt í sambandi við sérkennslu og fleira áhugavert;-)
Nú er bara að setjast við stofuborðið og læra heima;-)
Allt gott að frétta hjá okkur, undirbúningsfundur annaðkvöld þar sem dagskráin fyrir mánuðinn er skipulögð, hugsanlega verður súpukyrjun um helgina og jafnvel verður kíkt í kvikmyndahús fljótlega;-)
og svo kannski eitthvað fleira sem bætist við föstu rútínuna...
Leiðsögnin frá Ikeda á sínum stað:
2.febrúar
Vegna þess að lífið er langt, ættuð þið ekki að vera óþolinmóð. Það sem skiptir mestu máli er að þið helgið ykkur Gohonzon út líf ykkar. Það er lífsnauðsynlegt að vera stöðugt að skora á sjálf ykkur að kyrja jafnvel aðeins meira daimoku og að biðja frammi fyrir Gohonzon um uppfyllingu drauma ykkar.
1987: Ikeda forseti SGI opnar formlega Heimsfriðarmiðstöð Ikeda, fyrstu bygginguna sem var hönnuð og byggð sérstaklega fyrir SGI-USA starfsemina.
Farið vel með ykkur í vetrarveðrinu..
Adios
Sandra
Saturday, February 02, 2008
2. feb
Fallegt veður í dag
-10 stiga frost
og sólskin
Fyrsti þátturinn af Bandinu hans Bubba var sýndur í gærkvöldi, virðist vera ágætis þáttur þar á ferð;-)
Eftir þáttinn kom myndin um Borat sem ég herti mig upp í að horfa á, og hún var bara fyndin og snilldlega gerð;-)
Eitt eða tvö atriði sem voru alveg á mörkunum að mínu mati, en ekkert sem orð er á hafandi..
Hef ekki meira að segja að svo stöddu..
Elska ykkur öll, farið vel með ykkur og njótið helgarinnar:-)
Knús og kossar..
Sandra
Leiðsögn Ikeda um æskuna:
31.janúar
Æskan ætti ekki að leita auðveldra þægilegra leiða. Enginn þroskast í vernduðu umhverfi. Æskan ætti þess í stað að leita uppi áskoranir og erfiðleika, og breyta þeim í verðmæta eiginleika þar sem þau leggja sig öll fram við að verða einstaklingar með frábæra persónuleika og hæfileika.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda