Saturday, February 23, 2008

Fallegt

og marglitt sólarlag í dag:






Svaf út í dag, lærði svolítið, talaði í símann við fjölskyldu og vini, hékk í tölvunni og hvíldi mig;-)
Er nú að fara að borða og svo í kvikmyndahús með vinkonu minni:-)
Á morgun er stefnt á frekari lestur og jafnvel verður kíkt á kaffihús..

Læt þetta nægja í bili, elska ykkur öll og vona að þið njótið kvöldsins:-)
Stubbaknús
Sandra

Leiðsögnin frá Ikeda:

23.febrúar

Án hugrekkis getum við ekki sýnt samhyggð. Hugrekki og samhyggð eru óaðskiljanleg, eins og tvær hliðar á peningi. Trú er uppspretta hugrekkis. Daishonin segir, “fylgismenn Nichiren geta ekki afkastað neitt ef þeir eru ragir” (MW-1,128). Rög manneskja getur ekki sigrað í lífinu. Ef við höfum ekki hugrekki til að helga líf okkar Kosen-rufu, getum við ekki byggt upp sanna hamingju fyrir okkur sjálf og aðra.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda