Saturday, February 16, 2008

Svo

gaman í dag því á eftir er ég að fara upp í Danshöll(komið og dansið) Drafnarfelli 2
og taka þátt í 150 manna kyrjun, frá 13:30-15:00:-)
Kyrjun, gongyo, reynsla, ásetningar og smá kynning á búddisma Nichiren Daishonin:-)
Allir velkomir að koma og taka þátt eða fylgjast með:-)
Hlakka mikið til, 150 manns að kyrja í einu,þvílíkur kraftur og gleði:-)

Annars er brjálað að gera í náminu þessa dagana, er að vinna verkefni sem á að skila eftir helgina..
og strax þar á eftir tekur annarskonar verkefni við..
er núna í tveim áföngum og bara gaman að því:-)

verð orðin fín í vor, ofvirk og út um allt í öllu (smá djók)

Læt þetta nægja í bili..
Vona að þið eigið góða helgi..
Kv. Sandra

Leiðsögn Ikeda í tilefni dagsins:

Ég mun aldrei gleyma tilfinningaþrungnu ákalli Toda: „Til þess að ná fram sigri við útbreiðslu búddismans skaltu biðja fyrir því. Kyrjaðu hljómmikið daimoku. Núna skulum við gera Gongjó saman!“ Gongjó er eins og öskur ljónsins og merkir samtaka kyrjun meistara og lærisveins. Í raun og veru eru hinir stórkostlegu forsetar og forverar mínir, Mackiguchi og Toda, báðir með mér þegar ég geri gongjó, hér og nú. Á hverjum degi kyrja ég hljómmikið daimoku sem geymir hvern og einn meðlim í hjarta mínu.