Tuesday, February 26, 2008

Laugardagurinn

fór að mestu í lærdóm, en svo um kvöldið tók ég mér pásu, náði í vinkonu mína, fórum út að borða, síðan á kaffihús og endum kvöldið á að fara á bíódansmyndina"Step up 2", fínasta mynd þar á ferð, mjög flott dansatriði og töff tónlist:-)

Á sunnudaginn fór ég til mömmu í kaffi, síðan fórum við út að borða, og að lokum kíkti ég aðeins í Smárann til að kaupa mér heilsute og kíkja á útsölu í Skífunni.
Um kvöldið var svo aftur lagst í námsbækurnar..

Í gærkvöldi kom Kristín til mín og við byrjuðum að vinna í verkefninu, ræða um kaflann og settumst svo niður við tölvuna og bjuggum til nokkrar glærur og texta, og erum því komar vel af stað;-)
Við erum 4 vinkonurnar í þessum hóp,
og ætlum að hittast næstu helgi og klára verkefnið:-)

Jamm, svona gengur nú lífið fyrir sig í sveitinni:-)
Bið að heilsa í bili..
Sandra
P.s. setti inn nokkrar myndir áðan á myndasíðuna..

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
26.febrúar

Búddismi kennir að á hverju augnabliki innihaldi lífið hvert fyrirbæri. Þetta er kenningin um að hvert augnablik lífsins innihaldi þrjú þúsund svið, sem er grundvallarkenning Lótus sútrunnar og kjarni búddismans. Vegna þess hversu djúp tengsl eru milli okkar lífa og fólksins í kringum okkur, er nauðsynlegt að við seilumst út til annara, að við látum umhverfi okkar skipta okkur máli og okkar nánasta samfélag. Sjálfselsk iðkun eða kenning án framkvæmda er örugglega ekki búddismi.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda