Já
lögmálið er nú alveg magnað og virkar oft fljótt og vel:-)
Var búin að sækja um námsstyrk vegna náms á vorönn en fékk neitun þar sem ég var ekki með nógu margar einingar.
En fékk svo að vita um námskeið sem vinkonur mínar eru í, og fór að velta fyrir mér að bæta við mig því námskeiði, (þótt ég fengi ekki styrkinn) þar sem það lítur vel út og er í tengslum við hinn áfangann sem ég er í, en tók svo ákvörðun um að hætta við, einhverra hluta vegna..
fannst ég ekki hafa tíma, var að mikla þetta fyrir mér, o.s.frv.
En daginn eftir fékk ég email sem kom mér algerlega á óvart..
og var í raun svar við þessum pælingum mínum:-)
því í því stóð að styrkurinn væri kominn inn á bankareikninginn minn:-)
Þar sem umsóknarfresturinn var útrunninn og ég gat ekki skráð mig sjálf í gegnum tölvuna í námskeið, þá herti ég mig upp, skrifaði kennarinum bréf og spurði hvort ég gæti fengið að koma í námskeiðið?
Og hvað haldið þið?
Fékk jákvætt svar frá kennaranum, þar sem hún býður mig velkomna í áfangann og ætlar að skrá mig og gefa mér aðgang:-)
Nú er bara að fara að lesa, þýða og vinna verkefni;-)
Kv. Sandra búddisti, nemi, kennari og fleira...
Leiðsögn dagsins fjallar um sterka trú:
12.febrúar
Hið mikilvæga er að halda fast við trú þína án þess að verða fyrir áhrifum eða stjórnast af því sem aðrir segja eða gera. Þeir sem lifa á þann hátt eru sterkir og án eftirsjár. Það sem skiptir mestu máli er hvernig þú lifir lífi þínu – ekki hvað aðrir í kringum þig eru að gera.
<< Home