var að
koma af skemmtilegri kóræfingu, fór á magnaða kyrjun síðasta laugardag :-)
en að öðru leyti fór öll helgin að mestu leyti í lærdóm;-)
skil á fyrsta verkefninu annaðkvöld, og að því loknu tekur næsta verkefni við í hinu námskeiðinu:-0
umræðufundur næsta fimmtudagskvöld:-)
og síðast en ekki síst á ég 3 ára bloggafmæli í dag:-))
og svona af því tilefni ætla ég að setja hér inn að gamni alfyrstu færsluna sem ég skrifaði;-)
Saturday, February 19, 2005
Hello
Góðan daginn.
Hvað á maður að gera af sér á laugardegi þegar maður er latur og þarf ekki að gera neitt að viti. Prófa að búa sér til bloggsíðu? Af hverju ekki?
Það er áhætta sem tekin er að láta hugrenningar sínar á blað fyrir allra augum. En ok að prófa.
Afslöppunarhelgi er í garð gengin. Ég þarf ekki að fara yfir neina heimavinnu núna og blessuðu foreldraviðtölin eru næstum búin. Þau gengu furðanlega vel sem betur fer:-)
Var að hlusta á dásamlega lagasmíð frá einum af mínum uppáaldstónlistarmönnum. Með gítar, trommum og öllu:-) Kemur mjög flott út.
Læt þetta nægja að sinni.
Góðar stundir
Kennarinn
Leiðsögn dagsins frá Ikeda.
Kv. Sandra
19.febrúar
Þetta lífshlaup mun aldrei koma aftur; það er verðmætt og óbætanlegt. Til að lifa án eftirsjár, er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa tilgang og halda stöðugt áfram að setja okkur markmið og skora á okkur sjálf. Það er jafn mikilvægt að við færumst stöðugt í átt að ákveðnum markmiðum, staðföst og sterk, eitt skref í einu.
<< Home