Saturday, February 09, 2008

Nei

hættið þið nú alveg!

Í gærmorgun var mikill snjór og snjóskaflar út um allt. Svo byrjaði að hlýna en veðrið var stillt og þurrt.
Seinnipartinn í gær byrjaði að rigna og hvessa og í gærkvöldi var komið brjálað veður, grenjandi rigning, í bland við haglél, göturnar breytust í litla læki eða stór fljót, bílar og fólk tókust á loft, allt nötraði og skalf og þrumur og eldingar komu og fóru..
en gluggarnir stóðu þetta af sér og rafmagnið hélst á, þrátt fyrir að ljósin hafi blikkað ört á tímabili.
Þegar ég fór í rúmið upp úr miðnætti var hætt að rigna og vind hafði lægt.

En þegar ég leit út um gluggann í morgun, hvað haldið þið að hafi blasað við?
Jú, snjór og meiri snjór og kuldaboli!!

Nú gengur á með snjókomu, snjóbyl og svo styttir upp á milli...
og ekki nóg með að veturinn hafi verið mjög harður og undarlegur frá áramótum, heldur var ég að lesa að það er spáð svona veðurfari áfram fram yfir páska, vegna kuldapolls sem er nálægt landinu;-(

Ég er alveg hætt að botna í þessu rugli öllu saman, og veit varla á hvaða stað eða landi ég bý lengur: Norður eða Suðurpólnum, Grænlandi, Suðurhöfum eða Íslandi!!

en nóg um veðurlýsingar...
Kveð í bili, er að fara í heimsókn til mömmu..
Hafið það gott í veðurblíðunni og farið vel með ykkur:-)
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda:
7.febrúar

Umhverfi þitt skiptir ekki máli. Allt byrjar með þér. Þú verður að berjast í gegn af eigin rammleik. Ég hvet hvert ykkar til að skapa eitthvað, stofna eitthvað og ná góðum árangri í einhverju. Það er kjarni mannlegrar tilveru, áskorun æskunnar. Í þessu liggur dásamlegur lífsmáti sem miðast alltaf að framtíðinni.