Var
í dag að reyna að lesa námsefnið og undirbúa mig undir fyrsta verkefnið í sérkennslukúrsinum sem ég er í þessa önn:-)
Svolítið erfitt þar sem bækurnar eru allar á ensku og mörg ný hugtök og orð koma fyrir..
en þetta hefst allt að lokum;-)
Seinnipartinn fór ég svo í súpukyrjun hjá hverfinu mínu, fyrsta skipti sem við höldum súpukyrjun og gekk það bara vel:-)
Kyrjuðum í klukkutíma og fengum svo ljúffenga rauðrófusúpu á eftir;-)
Stefnum á að halda súpukyrjun einu sinni í mánuði..
Næsta vika að mestu skipulögð, eitthvað að gerast á hverju kvöldi:-0
Tveir saumaklúbbar, kóræfing, ungrakvennafundur og svo er 150 manna kyrjun á laugardaginn:-)
Jamm, alltaf eitthvað um vera hjá mér, og um að gera að lifa lífinu lifandi:-)
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda og óska ykkur góðrar viku..
10. febrúar
Kosen-rufu er óviðjafnanlegur, gullinn stígur sem nær um gjörvalla síðari daga lögmálsins inn í eilífa framtíð. Höldum áfram að sækja fram hugrökk og ótrauð þennan stíg eins og Nichiren Daishonin kennir. Þannig munum við ná heimsfriði. Ef við ekki útbreiðum lífsreglur og hugsjónir Daishonin búddismans víða, er engin von fyrir frið og hamingju mannkyns.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home