Friday, November 30, 2007

er ég að hætta mér út á eldfimar slóðir en ætla ekki að tjá mig neitt um þetta mál, og bið fólk um að gæta orða sinna þegar og ef það commentar.

Ég varð hissa, hugsi og dálítið döpur þegar ég las þessar frásagnir:


Nokkur dæmi um óviðeigandi áróður í skólum


• [Barst Siðmennt 15. janúar 2007]
Ég hef lítillega fylgst með umræðunni um vinaleið í grunnskólum og tekið eftir að félagið Siðmennt lætur sig málið varða. Mig langar að deila með ykkur reynslu minni sem foreldri.

Vinaleið byrjaði í grunnskóla dóttur minnar núna í haust án þess að ég gæfi því nokkurn gaum. Í síðustu viku bryddaði dóttir mín upp á málefninu þar sem skólapresturinn hafði komið inn í bekkinn og rætt við krakkana. Samkvæmt dóttur minni talaði presturinn um ör og fékk krakkana til að sýna örin sem þau hafa fengið á líkamann. Síðan benti hann þeim á að þetta væru ör sem aldrei færu. Þá fór hann að ræða um ör á sálinni og sagði að örin á sálinni gætu farið ef krakkarnir kæmu að tala við sig.

Ég sem foreldri er mjög ósátt við þetta tilboð prestsins og þá aðallega framsetninguna. Presturinn opnar þarna mjög viðkvæma umræðu og virðist hafa lofað einhverju sem jaðrar við kraftaverk, það er að afmá ör af sálinni. Ég er ósammála nálgun prestsins. Dóttir mín varð fyrir erfiðu áfalli fyrir nokkrum árum og fékk góðan stuðning hjá fagaðila sem þá starfaði við skólann og einnig fagaðilum skólanum óviðkomandi. Þá var unnið með kvíða sem áfallið olli og reiði. Ég tel mikilvægt að barn sem verður fyrir áfalli læri að lifa með því. Það verður aldrei horft framhjá því að áföll móta okkur og hafa áhrif á hver við erum sem manneskjur. Ég hef sagt minni dóttur að örin verði ekki afmáð en okkur geti með tímanum farið að þykja vænt um örin og þá erfiðu reynslu sem olli þeim af því það er hluti af því hver við erum.

Mér skildist að vinaleið væri stuðningur en ekki meðferð. Ég veit ekki hvernig skólaprestur skilgreinir þessi tvö hugtök en mér finnst hann þarna vera að bjóða meðferð.

Nú vill svo til að dóttir mín þáði ekki tilboð skólaprests um viðtöl. Það er samt ekki erfitt að sjá fyrir sér að illa geti farið ef barn þiggur meðferð sem foreldri ber ekki traust til. Togstreitan sem þá gæti skapast milli foreldris og barns er engum til góðs. Því sem er ætlað að gera heilt er þá farið að skapa sundrung.

Með virðingu og vinsemd en einnig í trausti þess að nafnið mitt komi ekki fram þótt þetta viðhorf mitt til vinaleiðar megi birta.
----------

• Ég var að horfa á Silfur Egils núna áðan [27. febrúar 2005] og ég verð að segja að ég var algerlega sammála fulltrúa ykkar í þeim þætti.

Ég tilheyri frekar fámennum trúarhóp í samanborði við hina Íslensku þjóðkirkju og hef því fengið að kynnast hvernig það er að hafa börn í skóla sem tilheyra minnihlutahóp. Það má vera að hér í Reykjavík sé þroski manna á þessu sviði lengra kominn en úti á landi þar sem ég bjó á meðan börnin mín voru í skóla, en það voru oft erfiðir tímar sem við áttum þegar við vorum að glíma við skólayfirvöld með sóknarprestinn í broddi fylkingar. Oftar en einu sinni fór Presturinn inn í tíma hjá syni okkar og hann var neyddur til að syngja lofgjörðarsálma um , þrí einann guð, þrátt fyrir að við vorum margbúin að benda á að slíkt kæmi ekki til greina með okkar börn. Þannig að þessi umræða er mjög nauðsynleg. Skólar eiga að vera hlutlausir gagnvart trúarbrögðum. Þar á að vera almenn trúarbragða fræðsla að mínu mati. Trúariðkun sína eiga menn að stunda með sínu trúfélagi utan veggja hinna almennu skóla. Skólarnir eru menntastofnun fyrir almenning í landi sem ríkir trúfrelsi og eiga algerlega að vera aðgreindir frá trúarbrögðunum, að mínu mati.


----------

• Í Austurbæjarskóla árið 2004 hefur kennari nokkur hafið daginn í skólastofunni með bænastund. Foreldri gerði athugasemd við það að barnið þyrfti að sitja undir bænahaldinu og fékk þá það svar að barnið þyrfti ekkert að biðja. Jóhann Björnsson, kennari.
----------

• Í desember 2004 þegar foreldri nemanda spurði í Hliðarskóla hvort nemendum væri skylt væri að fara í árlega kirkjuheimsókn skólans var svarið sem gefið var af starfsmanni skólans afdráttarlaust já. Foreldrið óskaði þá eftir að fá leyfi fyrir barnið sitt og var þá sagt að það væri ekki mögulegt því það væri skylda að fara í kirkju. Jóhann Björnsson, kennari.
----------

• Á haustdögum 2004 fengu nemendur 8. bekkjar í Réttarholtsskóla stundatöflu þar sem fermingarfræðsla Bústaðasóknar var merkt inn á töfluna eins og hvert annað fag óháð því hvort nemendur ætluðu sér að fermast eða ekki. Einn umsjónarnemandi minn kom til mín og sagðist ekki ætla að fermast en spurði svo hvort hann fengi skróp ef hann mætti ekki í fermingarfræðsluna.

Ég sem grunnskólakennari geri athugasemd vegna þess að nemendum er ekki gerð grein fyrir því að í landinu ríkir trúfrelsi og hversvegna á að blanda fermingarfræðslu trúfélags inn í almenna stundatöflu? Jóhann Björnsson, kennari.
----------

• Árið 2003 starfaði ég sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla í Reykjavík. Tók ég eftir því að auglýsingar frá kristnum söfnuðum voru að finna víðs vegar á göngum skólans. Strangar reglur voru um hvað mátti auglýsa í skólanum. Félagasamtök máttu almennt ekki setja upp tilkynningar. Þeir einu sem virtust mega auglýsa voru íþróttafélög og kirkjur.

Í sama skóla var að finna innrammaðar bænir hengdar upp á vegg í mörgum kennslustofum og á skrifstofu skólans. Þetta þótti mér óeðlilegt enda vissi ég ekki að grunnskólinn væri kristilegur vinnustaður. Fjölmargir krakkar sem sóttu skólann voru ættaðir frá útlöndum og veit ég að þó nokkrir komu frá heimilum þar sem kristin trú var ekki iðkuð.

Verst þótti mér að einn kennari skólans hóf fyrstu kennslustund á hverjum einasta morgni á því að láta börnin fara með kristna bæn þar sem Jesú kristur var lofaður sem frelsari manna. Þetta þótti mér afar óeðlilegt og vakti máls á þessu við skólastjórann. Hann sagði mér að honum þætti ekkert eðlilegra en að láta börnin biðja til Jesú á morgnanna. Sjálfur hafi hann látið nemendur sína biðja þegar hann var kennari. Þegar ég spurði hann hvort honum þætti ekki verið að brjóta trúfrelsi þegar ríkisrekin skóli væri með slíkan trúaráróður sagði hann svo ekki vera. Hér væri ríkiskirkja og “Íslendingar kristin þjóð”. Hann sagði að “minnihlutin mætti ekki breyta þeirri staðreynd” að “við Íslendingar værum kristnir”.
----------

• Ég á aðeins uppkomnar dætur en þær lentu á 9. áratugnum báðar í vandræði vegna hneykslunartals KENNARA á trúleysi þeirra, voru báðar skammaðar beint fyrir framan bekkinn fyrir að trúa ekki á guð. Önnur þeirra, sú skapfastari, var spurð 13 ára ásamt öðrum í bekknum hvort hún tryði ekki örugglega á guð og hún svaraði neitandi og fékk svívirðingar kennara fyrir vikið.

Í hitt skiptið gerðist atvik þegar yngri dóttir mín ákvað að taka þátt í fyrstu borgaralegu fermingunni. Þegar einn kennaranna frétti þetta, nb. það var ekki fyrrnefndur kennari né kristinfræðikennari, hélt sú langar tölur yfir bekknum um siðleysi trúleysis og borgaralegrar fermingar.
----------

• Dóttir mín lenti í atviki sem átti sér stað í hittifyrra þegar hún var í 5. bekk í Snælandsskóla. Í einum kristinfræðitímanum bað kennarinn alla sem tryðu á Guð að rétta upp hönd! Dóttir mín þorði ekki annað en rétta upp hönd eins og allir hinir. Ég velti því fyrir mér hvað ætli hefði gerst ef hún hefði ekki gert það -- ætli kennarinn hefði farið að láta hana standa fyrir máli sínu fyrir framan alla krakkana?

Ef þetta er ekki skoðanakúgun þá veit ég ekki hvað er það. Hvernig getur manneskja með kennaramenntun, sem hefur væntanlega lært heilmikið um uppeldisfræði og annað slíkt, látið sér detta í hug að beita 10 ára börn þrýstingi á þennan hátt? Hefur hún virkilega aldrei heyrt talað um hópþrýsting? Og hvað kemur henni það við hverju krakkarnir trúa? Ætli hún segi líka í samfélagsfræðitímum: ,,Rétt upp hönd, allir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þegar þeir verða stórir"?
----------

• Það var ekki laust við að ég héldi að um grín væri að ræða þegar kom tilkynning til foreldra að nú ætti að leggja niður kennslu í TVO HEILA KENNSLUDAGA hjá barni mínu því nú ættu að vera "bænadagar"! En kaldur raunveruleikinn var nú sá. Börnin áttu sumsé að verja tveimur heilum dögum í að skrifa og læra bænir. Þau áttu líka að myndskreyta bænirnar og fara í kirkjuheimsókn. Ég var orðlaus. Þarna var illilega hulunni svipt af hinni ætluðu "hlutlausu" trúarkennslu. Þegar ég baðst undan þessari fáránlegu áætlun þeirra var mér sagt að ég yrði þá að fjarlægja barnið úr skólanum og hafa það heima í tvo daga! Enn á ný var mér gert að taka frí frá vinnu, setja starfsöryggi mitt í hættu og skerða tekjur fjölskyldunnar vegna þess að við aðhyllumst ekki yfirnáttúrutrú.

Á 21. öld í vestrænu samfélagi er þetta hreinlega ótækt en samt varð ég að gefa eftir og láta barnið sitja undir þessu. Var mér lofað að mitt barn yrði undanþegið því að læra utanbókar bænir og að það þyrfti ekki sjálft að semja bæn heldur mætti skrifa upp eftir öðrum (mig minnir að barnið mitt hafi svo teiknað mynd af jólasveini í stað Jesúmyndar, kannski ekki svo vitlaust!). Mikill höfðingsskapur var það að trúlaust barnið þyrfti ekki að læra bænir utanbókar. Reyndar var ég ekki einn um að finnast þetta stórfurðulegt og allsendis óðeðlilegt því málið komst í fréttir Stöðvar 2. Bænadagar hafa ekki verið endurteknir eftir þetta.
----------

• Börnin fengu það verkefni að skrifa bænir til guðs í réttritunartíma. Var þetta sérstakt verkefni tengt bókaútgáfu. Allir voru sendir heim með bréf sem foreldrar voru látnir undirrita ef þeir samþykktu þessar sérstöku "réttritunaræfingar". Ekki er hægt að bjóða barninu sínu uppá það að ganga útúr réttritunartíma af trúarástæðum án þess að það verði fyrir stríðni. Enn á ný er maður í raun kúgaður til að samþykkja ferli sem er þvert gegn samvisku manns.
----------

• Prestur mætti í leikskóla barna minna og predikaði yfir þeim. Starfsfólk þessa sama leikskóla var alfarið á móti því að bólusetning færi fram í skólanum, þar sem það væri hlutverk foreldra að sjá um heilsugæslu fyrir börnin sín. Þannig ætti það líka að vera hlutverk foreldra að sjá um trúarlegt uppeldi barna sinna.
----------

• Einu sinni til tvisvar á ári er farið með börnin í kirkju til messu. Allir bekkir, allir árgangar. Um þetta var tilkynnt og bað ég um að barnið mitt færi ekki. Var tekið nokkuð vel í það en þó sagt að slíkt væri kannski ekki hægt nema finnist starfsmaður sem vildi vera eftir til að gæta barnsins á meðan ALLIR færu til messu. Var mér gert ljóst að ég væri að skapa vesen. Ég varð að samþykkja það að hugsanlega myndi farið með barnið í messu (ég var ekki í aðstöðu til að taka mér frí frá vinnu). Þegar til kom gat hann fengið að vera einn eftir að spila tölvuleik á kennarastofunni með einhverjum gæslumanni.
----------

• Kristinfræði var ekki á stundaskrá barns míns fyrsta veturinn. Í öðrum bekk kom kristinfræði á dagskrá. Þar sem ég óska þess að barnið mitt alist upp við lífssýn trúleysis þótti mér ótækt að það þyrfti að sitja trúfræðslutíma í kristni. Hafði ég því samband við skólastjórn til að spyrja hvort það væri eitthvað mál að undanbiðja barnið kristinfræði og hvort boðið væri uppá eitthvað annað í staðin fyrir trúlausu börnin eða þau sem væru annarar trúar en kristni. Ekki tókst að ná sambandi við skólastjóra en aðstoðarskólastjórinn varð fyrir svörum. Sagði hann að leyfilegt væri að taka börnin úr kristinfræði ef ég myndi óska þess skriflega við skólastjóra. Sagði hann að þar sem nær enginn bæði um undanþágu frá kristinfræði (með tónbrigðum var mér gert ljóst að þetta væri í meira lagi undarleg og óeðlileg fyrirspurn hjá mér) væri ekki boðið uppá neitt sérstakt fyrir þau börn sem ekki myndu fara í kristinfræði.

Taldi hann að hugsanlega hefðu eitt eða tvö börn Votta Jehóva verið tekin útúr kristinfræði en annars ræki hann ekki minni í að foreldrar höfnuðu slíkri kennslu. Gott og vel, ég sagði að samt myndi ég óska eftir að barnið slyppi við kristinfræði og að ég ætlaði að skrifa þetta bænaskjal til skólastjóra. Þá kom afar undarlegt svar frá aðstoðarskólastjóra. Hann sagði að ég gæti svo sem gert það en þar sem ekki væri nóg starfsfólk í skólanum yrði ég líkast til að koma og sækja barn mitt í tímann og taka það sjálfur út úr skólanum og gæta þess á meðan því það mætti ekki hanga eitt frammi á gangi! Með þessu lauk samtali okkar. Ég átti sumsé að taka mér frí frá vinnu í hvert sinn sem var kristinfræðitími hjá barninu mínu, keyra í skólann, banka uppá í stofunni og draga barnið fram á gang fyrir augum bekkjarsystkina! Ef þetta er ekki kúgun þá þekki ég ekki skilgreiningu þess hugtaks. Ég bar því málið undir barnið sjálft og leyfði barninu að velja. Auðvitað vildi barnið frekar láta sig hafa yfirnáttúrukennsluna heldur en að verða gert að athlægi í skólanum. Þetta særir.
----------

• Í dagvistargæslu eftir að skóladegi lauk var farið með börnin að hitta prest í Neskirkju á HVERJUM EINASTA MÁNUDEGI! Um þetta trúarskólastarf var foreldrum barna í daggæslu ekki tilkynnt. Það var ekki fyrr en barnið sjálft hafði orð á því, að fyrra bragði, að ég komst að því að börnin færu einu sinni í viku í kirkju! Ég varð afar sár og reiður þar sem ég vil ala barn mitt upp við lífssýn trúleysis og þarna er skólinn að ganga þvert gegn þeim vilja foreldris fyrir aftan bak hans. Ég mótmælti og bannaði að barnið færi í þessar kirkjuferðir. Var tekið nokkuð vel í þetta og lofað að foreldrar myndu látnir vita í framtíðinni og beðnir um samþykki.
----------

• Fyrsta kennslustundin í siðfræði (í framhaldsskóla) byrjaði á spurningunni: Hvernig varð heimurinn til? Því var svarað strax af kennaranum sjálfum að Guð hefði skapað heiminn og allt sem tilheyrir því. Svo var skellt upp glæru með beinum tilvitnunum úr biblíunni sem allir þurftu að skrifa upp orðrétt. Það var um hvernig manneskjan varð til, eins og við vitum vel var það Guð sem mótaði leir og blés svo lífi í leirinn!Leirinn með útöndun Guðs varð að manni, Adam. (halló!! hvar er munnurinn á Guði? Er hann með líkama?) Eftir einhvern tíma leiddist síðan Adam í Eden, þannig að Guð skapaði fullt af leikfélögum (dýrum) handa honum. En samt leiddist honum e-ð og var svo eirðarlaus. Þá greip Guð til þess ráðs að taka eitt rifbein úr Adam og móta leir utan um beinið og blása svo aftur lífi í leirinn og úr því varð kona! Eva. Þá voru allir glaðir! Ég rétti upp hendi og spurði hvort kennarinn hefði heyrt um þróunarkenninguna? ,,Það er ekki sannleikurinn” var svarið sem ég fékk.
----------

• Um miðja haustönn tók prestlærði siðfræði kennarinn minn upp á því að biðja alla um að rétta upp hendi sem ættu biblíu. Það vakti mikla undrun kennarans að ekki ættu allir eina slíka. Ég spurði af hverju honum þætti það vera sjálfsagður hlutur. Hann var ekki ánægður með allar þessar öðruvísi spurningar og athugasemdir. Hann hafði greinilega haldið fyrirfram að allir væru kristnir eins og hann sjálfur. Stuttu eftir þetta var sagt ,, Þið eruð AUÐVITAÐ öll fermd, er það ekki?" Aftur var ég ein um að svara ,,Ó nei". Ég hélt að kennarinn minn myndi hníga niður hann var svo hneykslaður. Þá byrjaði ballið. Hann hafði ótal margar spurningar og reyndar vildi oft ekki bíða eftir svari, þangað til ég sagðist hafa fermst borgaralega. ,,það er ekki ferming" voru viðbrögð hans og eftir það þagnaði hann loksins þannig að ég gat frætt hann um að Borgaraleg ferming væri víst ferming. Ég sagði honum frá uppruna orðsins og um kennsluna sem fram fer í námskeiðinu og alla kosti þess.

Thursday, November 29, 2007

Mikið

rosalega eru veðurguðirnir í vondu skapi núna, brynna músum út í eitt og blása og mása af fullum krafti eins og úlfurinn í sögunni um grísina þrjá:-)
Vona bara að engin fari sér að voða í þessum veðurham..

Er búin að vera hálf tuskuleg og löt í vikunni, en vona að ég nái þessu úr mér um helgina. Það eru svaka pestir að ganga en ég hef að mestu sloppið við þær sem betur fer, allavega hef ég ekki lagst veik í rúmið ennþá....

hef ekki meira að segja í bili..
Óska öllum góðrar helgar og kveð með leiðsögn frá Ikeda:

20.nóvember

Hver er tilgangur lífsins?
Tilgangurinn er hamingja. En það eru tvær tegundir hamingju: hlutfallsleg og algjör. Hlutfallsleg hamingja kemur í hinum ýmsu myndum.
Tilgangur Búddismans er að öðlast Búddatign. Nú til dags væri hægt að útskýra þetta með því að upplifa algjöra hamingju – hamingju sem er aldrei hægt að skemma eða sigra.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Friday, November 23, 2007

hvað tíminn er orðinn eitthvað afstæður.
Það er eins og eitthvað sem gerðist fyrir viku hefði alveg eins getað verið í gær og svo öfugt, og svo er aftur komin helgi, og dagurinn í dag hefði alveg eins getið verið fyrir viku!
Svo er ég orðin svo gleymin og utan við mig í sambandi við margt sem er um að vera, t.d. ætlaði ég að ljósrita eitt blað og var búin að hugsa um það alla vikuna en gleymdi því alltaf og mundi það svo áðan, og svo fékk ég boðsmiða á tónleika einhvern tíma um daginn og ætlaði að hringja og panta miða, en steingleymdi því og nú er miðinn útrunninn, en samt var ég minnt á þessa tónleika alla vikuna..og ekki má gleyma símtalinu við hárgreiðslustofuna sem ég ætlaði að hringja í til að fá tíma fyrir jólin og hvað gerist. Man eftir því í morgun en þá var ekki búið að opna og svo leið dagurinn, og aldrei var hringt aftur.....

Jamm, gullfiskaminni eða eitthvað í amstri dagana og allt sem þarf að muna og gera, en sumu man ég þó eftir;-)
og svo eru dagarnir bara allt í einu liðnir og komið kvöld.... og vikan búin og komin jól allt í einu;-)

En að öðru meðan ég man;-)
Frábær umræðufundur í gærkvöldi, flott kaffiboð daginn þar áður, skemmtileg jólalagakóræfing síðastliðið þriðjudagskvöld..
rólegheit áðan, góð heimsókn og kyrjun í dag, von á góðu dansiballi annaðkvöld og fínt kaffiboð á sunnudagskvöld og gott matarboð um helgina:-)
Mikið að gera?
Nei, ekkert meira en venjulega:-)
Bara að reyna að hitta alla og sinna félagslífinu og halda rútínu:-)

Sendi öllum daimaku og stórt knús:-)

Enda á flottri leiðsögn frá Ikeda sem var lesin á fundinum í gær í þýðingu Soffíu sætu:

Það eru engir Búddar sem þjást vegna skorts eða vegna fátæktar lengi. Og rétt eins og að það eru engir grimmir eða illgjarnir Búddar, eru heldur engir aumir og fölir Búddar sem leyfa lífinu og aðstæðum þess að sigra sig.
Búdda er annað nafn yfir manneskju sem er staðráðin í að sigra alveg sama hvað.

Monday, November 19, 2007

Jákvæðni

Það er margt jákvætt að gerast í umhverfi mínu:-)
Jákvæðar breytingar og annarskonar hugsanagangur..
Margir ávinningar, sigrar, hamingja og góðir hlutir, og það gengur vel og margt á uppleið hjá mörgum sem ég þekki og samgleðst ég þeim mjög:-)

En því miður eru nokkrir sem þjást og líður illa í myrkrinu og óska ég þess að þeir jafni sig sem fyrst og sendi daimaku til þeirra þegar ég kyrja..

En mig langar að gamni að setja hér inn fyndna mynd af mér, bara því mér finnst hún svo skemmtileg. Hún er tekin í lestinni í Köben þar sem við erum nýkomin úr flugstöðinni, ég loksins komin með kaffibollann, sest niður eftir að hafa næstum misst af lestinni og malandi um allt og ekkert:-)



Sit núna inni í stofu frekar kennaraleg, með tebollann mér við hlið að fara yfir próf og verkefnabækur:-)

Óska ykkur gleði og gæfuríkrar viku og vil enda að venju á leiðsögn frá Ikeda:

17.nóvember

Einungis ef þú skorar á þína eigin manneskjubyltingu á þann hátt sem er sannur fyrir þig mun fólkið í kringum þig byrja að treysta þér og virða.
Það í sjálfu sér er besta leiðin til að leggja undirstöðurnar að útbreiðslu Búddisma Nichiren Daishonin.

Saturday, November 17, 2007

Sýnishorn

af snjó og vetrarumhverfi:-)



Í gær var dagur íslenskrar tungu og af því tilefni var skemmtidagskrá á sal.
Nemendur okkar röppuðu af miklum krafti og gekk það mjög vel:-)

Það er fullt af flottum, skemmtilegum og undarlegum orðum í íslensku og í vetur hafa nemendur og kennarar verið að safna þeim í orðabanka:-)
Orðabankinn er geymdur á heimasíðu skólans og var opnaður formlega í gær;-)

Mig langar að gefa ykkur dæmi um orð sem við höfum safnað saman:-)

Skjatti, Gulmaðra, Klóelfting, Berjalyng, Ljónsloppi, Lífvera, Gufa, Þema, Rafhlaða, Umhverfi, Hringrásir, Planta, Mósaíkmynd, Verðlaun, Sköpunin, Adam, Eva, Salerni, Hollt, óhollt, Dagblað, Skólahlaup, Fréttir, Sundrendur, Baktería, Örverur, Sveppir, Fæða, Smádýr, Rándýr, Grasbítar, Plöntuleifar, Raflínur, Miðlunarlón, Stífla, Stöðvarhús, Rafmagn, Lím, Sög, Bor, Klemma, Handsög, Sandpappír, Brennipenni, Mæla, Skrúfur, Skrúfjárn, Hamar, Vetrarfrí, Rapp, Andstæður, Sérnöfn, Samnöfn.

Einnig höfum við verið með málshátt vikunnar:
Sannleikurinn er sagna bestur
Hverjum þykir sinn fugl fagur
Allt er vænt sem vel er grænt
Illu er best aflokið
Enginn er verri þó hann vökni
Hver er sinnar gæfu smiður
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni
Að leggja árar í bát
Á skal að ósi stemma
Margt smátt gerir eitt stórt

Segið þið svo að íslenskan sé á undanhaldi, allavega reynum við okkar besta:-)

Jæja, þetta er nóg í bili.
Hafið það sem allrabest um helgina og gangið hægt um gleðinnar dyr;-)
Sandra kennari og margt fleira...

Leiðsögn frá Ikeda:
16.nóvember

Þegar við tölum um að sýna raunverulega sönnun, þá þýðir það ekki að þurfum að reyna að setja upp einhverja sýningu til að sýnast vera eitthvað annað en við erum, að við vitum meira eða höfum náð meiri árangri en við höfum náð. Það er von mín að, á þann hátt sem hentar best þínum aðstæðum, munir þú sanna gildi þessa Búddisma með því að bæta þig jafnt og þétt í daglegu lífi þínu og fága persónuleika þinn, jafnt innan fjölkyldu þinnar, á vinnustað og í samfélaginu.

Thursday, November 15, 2007

Á morgun

er dagur íslenskrar tungu og er hann haldin hátíðlegur í skólum landsins. Af því tilefni verða nemendur okkar með töff tónlistaratriði á sal sem snýst um að rappa andstæðuljóð:-)

Var á frábærum, fjörugum og fjölmennum ungrakvennafundi áðan:-)

Hef ekki meira að segja í bili en vil óska ykkur góðrar helgar og deila með ykkur leiðsögn frá Ikeda sem er tileinkuð ungmennadeild SGI:

Hugrekki er æðsta dyggð æskunnar

Í lífinu koma auðvitað stundir þar sem okkur tekst ekki að sigra. Það geta jafnvel komið tímar þar sem við virðumst algjörlega buguð af mótlæti. Á þeim augnablikum megum við ekki leyfa hjörtum okkar að verða sigruð. Við verðum að vera staðföst í að sigra í framtíðinni. Við erum að iðka búddisma Nichiren Daishonin til þess að geta verið sigurvegarar í lífinu.

Ekki láta hégóma eða yfirborðskennd snerta ykkur. Haldið heldur áfram að kyrja daimoku af einlægni. Það mun draga fram í ykkur öflugan lífskraft og einnig mun það láta andlit ykkar ljóma. Rétt eins og þota sem tekur af stað, þá mun lífsástand ykkar hækka hratt, vegna þess að daimoku knýr vél lífs ykkar þar til hún vinnur af öllu afli. Stefnið ávalt á toppinn, sigrið ykkur sjálf og skapið af stolti slóð sigra fyrir allan heiminn að sjá. Þetta er leiðin að því að lifa endurnærandi og fullnægjandi lífi.

Það að vinna af hálfum hug í trú og að leggja sig fram af hálfum huga í vinnu mun ekki koma þér neitt. Það að þú haldir augunum stöðugt á settu marki, að þú leggir þig fram af öllu hjarta í trú, að þú leggir þig fram í vinnu og við að fægja hæfileika þína, er leiðin að því að sigra að lokum. Við skulum öll sigra á því sviði sem okkar einstaklingsbundna hlutverk er!



Tuesday, November 13, 2007

Fundir

já þetta orð "fundur eða fundir" kemur oft við sögu í tilveru minni þessa dagana í ýmsum útgáfum.
Það eru kennarafundir, teymisfundir, foreldrafundir, bekkjarfundir, fundir með margs konar fagfólki, nemendafundir, starfsmannafundir, deildafundir, undirbúningsfundir, fræðslufundir, leiðtogafundir og umræðufundir:-)

Hvað voru þetta mörg mismunandi nöfn af fundum;-)

Nóg í bili...
Sandra fundarkona;-)

Vil enda á þessari frábæru leiðsögn frá Ikeda:

14.nóvember

Í fjölskyldu, ef ein manneskja er óhamingjusöm, þá er öll fjölskyldan það líka. Þessvegna, mundi ég vilja að þið biðjið í einlægni fyrir og verndið hvert annað svo það séu engir sem eru óhamingjusamir eða ólánsamir, engir sem yfirgefa trú sína,og að hver manneskja muni verða hamingjusöm. Þetta eru þau tengsl mannúðar milli meðlima sem fæða af sér sanna einingu. Kúgun eða valdbeiting sem á rætur í yfirvaldi er gagnslaust á tvísýnum stundum.

Monday, November 12, 2007

Undarlegt

hvað tíminn er afstæður.
Mér finnst t.d. vera óralangt síðan ég var í staðlotu í KHÍ, á námskeiðinu í Bretlandi, á ferðalagi um Vestfirði og fleira skemmtilegt.
Í dag er vika síðan ég var um borð í lest á leið til Köben og finnst mér vera langt síðan en samt svo stutt:-0

Annars hef ég haft nóg fyrir stafni undanfarna daga, t.d. var fínasti undirbúningsfundur í hverfinu okkar á fimmtudagskvöldið, kóræfing kvöldið eftir að ég kom heim frá Danmörku, 2 tíma kyrjun síðastliðinn laugardag, bænaganga og kaffihúsaferð í framhaldi af kyrjun og margt fleira:-)

Einnig er nóg framundan svosem: kóræfing, ungrakvennafundur, saumaklúbbur og kórpartý:-)

Fékk símtal áðan með ákveðnum upplýsingum sem komu mér svosem ekkert á óvart en hafði vonast til að sleppa við þær fréttir;-(
En alltaf er hægt að halda í vonina um jákvæðar breytingar...

Fékk um daginn annað og betra símtal frá vinkonu minni í Finnlandi sem var með frábærar fréttir og óska ég henni og kærasta hennar hjartanlega til hamingju:-)

Óska ykkur góðrar viku og vil enda á hvetjandi leiðsögn frá Ikeda sem á vel við:

12.nóvember
Ég vona að sama hvað gerist, munið þið halda áfram með von í hjarta. Sérstaklega vona ég að því meiri örvænting sem er í kringumstæðum ykkar, því kröftuglegar haldið þið áfram með óbilandi von. Vinsamlega haldið áfram að ögra kringumstæðum með björtum og jákvæðum anda, og á sama tíma að hugsa vel um og tryggja heilsu ykkar.

Friday, November 09, 2007

F A M I L Y

Fékk þennan texta sendan og langar að deila honum með ykkur..


F A M I L Y

I ran into a stranger as he passed by,

'Oh excuse me please' was my reply.


He said, 'Please excuse me too;

I wasn't watching for you.'


We were very polite, this stranger and I.

We went on our way and we said goodbye.


But at home a different story is told,

How we treat our loved ones, young and old.


Later that day, cooking the evening meal,

My son stood beside me very still.


When I turned, I nearly knocked him down.

'Move out of the way,' I said with a frown.


He walked away, his little heart broken.

I didn't realize how harshly I'd spoken.


While I lay awake in bed,

God's still small voice came to me and said,


While dealing with a stranger,

common courtesy you use,

but the family you love, you seem to abuse.


Go and look on the kitchen floor,

You'll find some flowers there by the door.


Those are the flowers he brought for you.

He picked them himself: pink, yellow and blue.


He stood very quietly not to spoil the surprise,

you never saw the tears that filled his little eyes.'


By this time, I felt very small,

And now my tears began to fall.


I quietly went and knelt by his bed;

'Wake up, little one, wake up,' I said.


'Are these the flowers you picked for me?'

He smiled, 'I found 'em, out by the tree.


I picked 'em because they're pretty like you.

I knew you'd like 'em, especially the blue.'


I said, 'Son, I'm very sorry for the way I acted today;

I shouldn't have yelled at you that way.'

He said, 'Oh, Mom, that's okay.

I love you anyway.'


I said, 'Son, I love you too,

and I do like the flowers, especially the blue.'


FAMILY

Are you aware that if we died tomorrow, the company

that we are working for could easily replace us in

a matter of days.

But the family we left behind will feel the loss

for the rest of their lives.


And come to think of it, we pour ourselves more

into work than into our own family,

an unwise investment indeed,

don't you think?

So what is behind the story?


Do you know what the word FAMILY means?

FAMILY = (F)ATHER (A)ND (M)OTHER (I) (L)OVE (Y)OU

Tuesday, November 06, 2007

Danmörk

Skemmtilegt og fræðandi ferðalag til Jóa og Láru í Odense lokið..

Við löbbuðum út um allt og sáum og upplifðum heilmikið nýtt og gamalt, má þar nefna: dýragarðinn, bláklædda jólasveina á J-deginum, pínulitla Ikea búð, Bilka sem er stór súpermarkaður, Rosendal sem er nokkurskonar Kringla, gamla miðbærinn með fullt af litlum dúllulegum verslunum og kaffihúsum, Háskólann, bíómyndina Stardust í kvikmyndahúsi á lestarstöðinni,vinnustaðinn hennar Láru, tveggja tíma lestarferð þar sem lestin stoppaði á miðju túni og "bakkaði" síðan smá spöl á næst seinustu lestarstöðinni og margt fleira:-)
En myndir segja meira en mörg orð;-)

Þangað til næst..
Sandra

Enda á leiðsögn frá Ikeda:
5.nóvember

Það er mikilvægt að lifa gleðiríku lífi. Með sterkum anda bjartsýni, þurfum við að geta stöðugt beint hugum okkar í bjarta, jákvæða og ábatasama átt og hjálpa þeim sem í kringum okkur eru að gera slíkt hið sama. Við ættum að leggja okkur fram við að öðlast lífsástand þar sem við finnum fyrir gleði sama hvað gengur á.

Thursday, November 01, 2007

jæja

Þá förum við að leggja í hann;-)
og fljúga í hitann í Danmörku..
Ég óska ykkur góðrar helgar og vona að þið hafið það notalegt:-)
Sandra ferðalangur...

Leiðsögn dagsins:
1.nóvember

Daishonin hefur kennt okkur að í gegnum gongjó og kyrjun getum við hækkað lífsástand okkar og þótt við höldum áfram að sinna hversdagslegum athöfnum þá tengjumst við gjörvöllum alheiminum. Þegar þú tilbiður Gohonzon opnast dyr sálar þinnar fyrir hinum stóra alheimi, og þú upplifir magnaða, takmarkalausa gleði, líkt og þú værir að horfa út yfir allan alheiminn. Þú munt finna velþóknun, fögnuð og mikla visku, eins og þú héldir öllum alheiminum í lófa þínum.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda