Thursday, November 29, 2007

Mikið

rosalega eru veðurguðirnir í vondu skapi núna, brynna músum út í eitt og blása og mása af fullum krafti eins og úlfurinn í sögunni um grísina þrjá:-)
Vona bara að engin fari sér að voða í þessum veðurham..

Er búin að vera hálf tuskuleg og löt í vikunni, en vona að ég nái þessu úr mér um helgina. Það eru svaka pestir að ganga en ég hef að mestu sloppið við þær sem betur fer, allavega hef ég ekki lagst veik í rúmið ennþá....

hef ekki meira að segja í bili..
Óska öllum góðrar helgar og kveð með leiðsögn frá Ikeda:

20.nóvember

Hver er tilgangur lífsins?
Tilgangurinn er hamingja. En það eru tvær tegundir hamingju: hlutfallsleg og algjör. Hlutfallsleg hamingja kemur í hinum ýmsu myndum.
Tilgangur Búddismans er að öðlast Búddatign. Nú til dags væri hægt að útskýra þetta með því að upplifa algjöra hamingju – hamingju sem er aldrei hægt að skemma eða sigra.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda