Tuesday, November 13, 2007

Fundir

já þetta orð "fundur eða fundir" kemur oft við sögu í tilveru minni þessa dagana í ýmsum útgáfum.
Það eru kennarafundir, teymisfundir, foreldrafundir, bekkjarfundir, fundir með margs konar fagfólki, nemendafundir, starfsmannafundir, deildafundir, undirbúningsfundir, fræðslufundir, leiðtogafundir og umræðufundir:-)

Hvað voru þetta mörg mismunandi nöfn af fundum;-)

Nóg í bili...
Sandra fundarkona;-)

Vil enda á þessari frábæru leiðsögn frá Ikeda:

14.nóvember

Í fjölskyldu, ef ein manneskja er óhamingjusöm, þá er öll fjölskyldan það líka. Þessvegna, mundi ég vilja að þið biðjið í einlægni fyrir og verndið hvert annað svo það séu engir sem eru óhamingjusamir eða ólánsamir, engir sem yfirgefa trú sína,og að hver manneskja muni verða hamingjusöm. Þetta eru þau tengsl mannúðar milli meðlima sem fæða af sér sanna einingu. Kúgun eða valdbeiting sem á rætur í yfirvaldi er gagnslaust á tvísýnum stundum.