Vá
hvað tíminn er orðinn eitthvað afstæður.
Það er eins og eitthvað sem gerðist fyrir viku hefði alveg eins getað verið í gær og svo öfugt, og svo er aftur komin helgi, og dagurinn í dag hefði alveg eins getið verið fyrir viku!
Svo er ég orðin svo gleymin og utan við mig í sambandi við margt sem er um að vera, t.d. ætlaði ég að ljósrita eitt blað og var búin að hugsa um það alla vikuna en gleymdi því alltaf og mundi það svo áðan, og svo fékk ég boðsmiða á tónleika einhvern tíma um daginn og ætlaði að hringja og panta miða, en steingleymdi því og nú er miðinn útrunninn, en samt var ég minnt á þessa tónleika alla vikuna..og ekki má gleyma símtalinu við hárgreiðslustofuna sem ég ætlaði að hringja í til að fá tíma fyrir jólin og hvað gerist. Man eftir því í morgun en þá var ekki búið að opna og svo leið dagurinn, og aldrei var hringt aftur.....
Jamm, gullfiskaminni eða eitthvað í amstri dagana og allt sem þarf að muna og gera, en sumu man ég þó eftir;-)
og svo eru dagarnir bara allt í einu liðnir og komið kvöld.... og vikan búin og komin jól allt í einu;-)
En að öðru meðan ég man;-)
Frábær umræðufundur í gærkvöldi, flott kaffiboð daginn þar áður, skemmtileg jólalagakóræfing síðastliðið þriðjudagskvöld..
rólegheit áðan, góð heimsókn og kyrjun í dag, von á góðu dansiballi annaðkvöld og fínt kaffiboð á sunnudagskvöld og gott matarboð um helgina:-)
Mikið að gera?
Nei, ekkert meira en venjulega:-)
Bara að reyna að hitta alla og sinna félagslífinu og halda rútínu:-)
Sendi öllum daimaku og stórt knús:-)
Enda á flottri leiðsögn frá Ikeda sem var lesin á fundinum í gær í þýðingu Soffíu sætu:
Það eru engir Búddar sem þjást vegna skorts eða vegna fátæktar lengi. Og rétt eins og að það eru engir grimmir eða illgjarnir Búddar, eru heldur engir aumir og fölir Búddar sem leyfa lífinu og aðstæðum þess að sigra sig.
Búdda er annað nafn yfir manneskju sem er staðráðin í að sigra alveg sama hvað.
<< Home