Tuesday, November 06, 2007

Danmörk

Skemmtilegt og fræðandi ferðalag til Jóa og Láru í Odense lokið..

Við löbbuðum út um allt og sáum og upplifðum heilmikið nýtt og gamalt, má þar nefna: dýragarðinn, bláklædda jólasveina á J-deginum, pínulitla Ikea búð, Bilka sem er stór súpermarkaður, Rosendal sem er nokkurskonar Kringla, gamla miðbærinn með fullt af litlum dúllulegum verslunum og kaffihúsum, Háskólann, bíómyndina Stardust í kvikmyndahúsi á lestarstöðinni,vinnustaðinn hennar Láru, tveggja tíma lestarferð þar sem lestin stoppaði á miðju túni og "bakkaði" síðan smá spöl á næst seinustu lestarstöðinni og margt fleira:-)
En myndir segja meira en mörg orð;-)

Þangað til næst..
Sandra

Enda á leiðsögn frá Ikeda:
5.nóvember

Það er mikilvægt að lifa gleðiríku lífi. Með sterkum anda bjartsýni, þurfum við að geta stöðugt beint hugum okkar í bjarta, jákvæða og ábatasama átt og hjálpa þeim sem í kringum okkur eru að gera slíkt hið sama. Við ættum að leggja okkur fram við að öðlast lífsástand þar sem við finnum fyrir gleði sama hvað gengur á.