Á morgun
er dagur íslenskrar tungu og er hann haldin hátíðlegur í skólum landsins. Af því tilefni verða nemendur okkar með töff tónlistaratriði á sal sem snýst um að rappa andstæðuljóð:-)
Var á frábærum, fjörugum og fjölmennum ungrakvennafundi áðan:-)
Hef ekki meira að segja í bili en vil óska ykkur góðrar helgar og deila með ykkur leiðsögn frá Ikeda sem er tileinkuð ungmennadeild SGI:
Hugrekki er æðsta dyggð æskunnar
Í lífinu koma auðvitað stundir þar sem okkur tekst ekki að sigra. Það geta jafnvel komið tímar þar sem við virðumst algjörlega buguð af mótlæti. Á þeim augnablikum megum við ekki leyfa hjörtum okkar að verða sigruð. Við verðum að vera staðföst í að sigra í framtíðinni. Við erum að iðka búddisma Nichiren Daishonin til þess að geta verið sigurvegarar í lífinu.
Ekki láta hégóma eða yfirborðskennd snerta ykkur. Haldið heldur áfram að kyrja daimoku af einlægni. Það mun draga fram í ykkur öflugan lífskraft og einnig mun það láta andlit ykkar ljóma. Rétt eins og þota sem tekur af stað, þá mun lífsástand ykkar hækka hratt, vegna þess að daimoku knýr vél lífs ykkar þar til hún vinnur af öllu afli. Stefnið ávalt á toppinn, sigrið ykkur sjálf og skapið af stolti slóð sigra fyrir allan heiminn að sjá. Þetta er leiðin að því að lifa endurnærandi og fullnægjandi lífi.
Það að vinna af hálfum hug í trú og að leggja sig fram af hálfum huga í vinnu mun ekki koma þér neitt. Það að þú haldir augunum stöðugt á settu marki, að þú leggir þig fram af öllu hjarta í trú, að þú leggir þig fram í vinnu og við að fægja hæfileika þína, er leiðin að því að sigra að lokum. Við skulum öll sigra á því sviði sem okkar einstaklingsbundna hlutverk er!
<< Home