Monday, November 19, 2007

Jákvæðni

Það er margt jákvætt að gerast í umhverfi mínu:-)
Jákvæðar breytingar og annarskonar hugsanagangur..
Margir ávinningar, sigrar, hamingja og góðir hlutir, og það gengur vel og margt á uppleið hjá mörgum sem ég þekki og samgleðst ég þeim mjög:-)

En því miður eru nokkrir sem þjást og líður illa í myrkrinu og óska ég þess að þeir jafni sig sem fyrst og sendi daimaku til þeirra þegar ég kyrja..

En mig langar að gamni að setja hér inn fyndna mynd af mér, bara því mér finnst hún svo skemmtileg. Hún er tekin í lestinni í Köben þar sem við erum nýkomin úr flugstöðinni, ég loksins komin með kaffibollann, sest niður eftir að hafa næstum misst af lestinni og malandi um allt og ekkert:-)



Sit núna inni í stofu frekar kennaraleg, með tebollann mér við hlið að fara yfir próf og verkefnabækur:-)

Óska ykkur gleði og gæfuríkrar viku og vil enda að venju á leiðsögn frá Ikeda:

17.nóvember

Einungis ef þú skorar á þína eigin manneskjubyltingu á þann hátt sem er sannur fyrir þig mun fólkið í kringum þig byrja að treysta þér og virða.
Það í sjálfu sér er besta leiðin til að leggja undirstöðurnar að útbreiðslu Búddisma Nichiren Daishonin.